Úrval - 01.02.1978, Blaðsíða 73
71
Kynnið ykkur sönnunargögnin, sem tilgreind
eru varðandi þrjá fljúgandi furðuhluti. Þetta
eru þau tilvik, sem fremstu flugfurðufrceðingar
telja einna best sönnuð, af þeim sem skráð eru.
ÞRÍR
FLJÚGANDI
FURÐUHLUTIR
— Ronald Schiller —
vKvi'iÍcvK-vK- ÁRIÐ 1969 lauk banda-
íj) ríski flugherinn 22 ára
sjj rannsókn á fljúgandi
vK- furðuhlutum — sem
j
A
•/K’/KvKvixv;-.- stundum eru kallaðir
fljúgandi diskar. í skýrslu, sem gefín
var út um málið og var upp á 8400
síður, er sagt frá því að sannast hafí
að hluti af þeim 12.618 tilvikum, er
menn hafa þóst sjá fljúgandi furðu-
hluti, hafi verið prettir eða ofskynj-
anir. En 95% tilvikanna reyndust
vera rangtúlkanir á ótrúlegum fjölda
eðlilegra fyrirbrigða: loftsteinum,
glampa af kastljósum á himni, veður-
athuganabelgjum, eldflaugum, jafn-
vel eldflugum. Flugmenn á flugi
hafa reynt að komast 1 veg fyrir
hillingar, linsulaga ský, flogið til
móts við hluti sem reyndust vera
plánetan Venus og numið radarmerki
sem myndast hafa við hitabreytingar.
Á myndum hafa fljúgandi fúrðu-
hlutir sannast vera hlutir, sem kastað
hefur verið á loft fyrir myndavélina,
ófanítökur, módel hangandi í girni,
óhreinindi á sjóngleri myndavélar-
innar og deplar,sem myndast hafa
við framköllun. Sérstaklega hefur
mátt vara sig á gílum eða hjásólum
— skæmm hringjum sem myndast af
endurvarpi sólarinnar af ísi eða í