Úrval - 01.02.1978, Blaðsíða 32

Úrval - 01.02.1978, Blaðsíða 32
30 ÚRVAL Næstu daga voru blaðamenn sífellt að koma og nafn okkar var á allra vörum. Ástand mannsins, sem ég hafði skotið, var mjög óstöðugt. Það varð að taka fótinn af honum. Á sunnudagskvöld, átta dögum eftir slysið, heyrði ég að síminn hringdi. Pabbi var náfölur og skjálfhentur, þegar hann færði mér fréttirnar. Maðurinn var dáinn, ég var kærður fyrir glæpsamlega vangá sem leiddi til dauða. Hámarksrefsing var ævi- langt fangelsi. Fáeinum dögum seinna stíflaði blóðtappi hjarta föður míns. Hann lést 11. nóvember 1960, einmitt þegar ríkissaksóknarinn var að undir- búa málið á hendur syni hans. Við fyrstu yfirheyrslur gaf lögregl- an skýrslu, lagði fram gögn og skýrði frá framburði mínum. Ed Blady var vitni, félagar úr veiðihópi hins látna komu fyrir rétt. Þeir skýrðu frá því, að félagi þeirra hefði í mörg ár verið slæmur í fæti og ekki getað gengið nema stutt milli hvílda. Hann hefði verið orðinn þreyttur og ætlað að hvíla sig þarna undir trénu. Undirréttur úrskurðaði að ég skyldi leiddur fyrir hæstarétt Ontaríó. 16. febrúar 1961, þrem dögum eftir að ég varð átján ára, leiddu tveir verðir mig inn í eikarklædda fangastúkuna í risastórum réttarsalnum. Skraut- klæddur dómari starði á mig meðan lögmennirnir völdu tólf manna kviðdóm. Réttarhöldin hófust næsta dag. Þau voru enn ein martröðin. Ég man að ég var í svörtum lánsfötum og þau voru vot í gegn frá holhönd niður að olnboga. Ég man eftir gljáfægðu koparriðinu á vitnastúkunni og hvað ég hélt fast um það. Ég bældi niður tárin og reiðina meðan saksóknarinn hellti yfir mig ásakandi spurningum. Hann var háðskur yfir fjarlægðinni, sem til umtals var. Hvernig gat ég fengið 'af mér að skjóta mann á minna en fimmtíu metra færi? Jú, það var rétt að hann var hálffalinn undir tré. Jú, það var rétt að hann var í dökkgráum buxum og rauðri og svartri veiðitreyju, sem sýndist frem- ur dökk en rauð á þungbúnum degi. En hvernig?... Hvernig..? Lögmaður minn hélt því fram að þetta hefði verið voðaskot. Hann skoraði á kviðdóminn að fínna minnsta vott um stráksskap eða tillitsleysi hjá mér, og gróf upp vitni sem báru að ég væri sinnugur og varfærinn. Það var ekki að sjá að kviðdómnum þætti þetta mikilsvert framlag. Hann hlustaði og hélt svo út í röð. Ég var settur í fangelsi meðan tólfmenningarnir ákváðu örlög mín. Fangaverðirnir sýndust vissir um, að ég yrði þeirra maður framvegis. Ég fékk ekki afhentar aftur þær eigur mínar, sem af mér höfðu verið teknar, þegar ég var leiddur út til þess að hlýða á dómsuppkvaðning- una. Réttarsalurinn var troðfullur. Spenntar og æsta raddir skáru í eyru mér þegar ég var leiddur til stúkunnar. Móður mín virtist t þann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.