Úrval - 01.02.1978, Qupperneq 32
30
ÚRVAL
Næstu daga voru blaðamenn sífellt
að koma og nafn okkar var á allra
vörum. Ástand mannsins, sem ég
hafði skotið, var mjög óstöðugt. Það
varð að taka fótinn af honum. Á
sunnudagskvöld, átta dögum eftir
slysið, heyrði ég að síminn hringdi.
Pabbi var náfölur og skjálfhentur,
þegar hann færði mér fréttirnar.
Maðurinn var dáinn, ég var kærður
fyrir glæpsamlega vangá sem leiddi
til dauða. Hámarksrefsing var ævi-
langt fangelsi.
Fáeinum dögum seinna stíflaði
blóðtappi hjarta föður míns. Hann
lést 11. nóvember 1960, einmitt
þegar ríkissaksóknarinn var að undir-
búa málið á hendur syni hans.
Við fyrstu yfirheyrslur gaf lögregl-
an skýrslu, lagði fram gögn og skýrði
frá framburði mínum. Ed Blady var
vitni, félagar úr veiðihópi hins látna
komu fyrir rétt. Þeir skýrðu frá því,
að félagi þeirra hefði í mörg ár verið
slæmur í fæti og ekki getað gengið
nema stutt milli hvílda. Hann hefði
verið orðinn þreyttur og ætlað að
hvíla sig þarna undir trénu.
Undirréttur úrskurðaði að ég skyldi
leiddur fyrir hæstarétt Ontaríó. 16.
febrúar 1961, þrem dögum eftir að
ég varð átján ára, leiddu tveir verðir
mig inn í eikarklædda fangastúkuna í
risastórum réttarsalnum. Skraut-
klæddur dómari starði á mig meðan
lögmennirnir völdu tólf manna
kviðdóm. Réttarhöldin hófust næsta
dag. Þau voru enn ein martröðin. Ég
man að ég var í svörtum lánsfötum og
þau voru vot í gegn frá holhönd niður
að olnboga. Ég man eftir gljáfægðu
koparriðinu á vitnastúkunni og hvað
ég hélt fast um það.
Ég bældi niður tárin og reiðina
meðan saksóknarinn hellti yfir mig
ásakandi spurningum. Hann var
háðskur yfir fjarlægðinni, sem til
umtals var. Hvernig gat ég fengið 'af
mér að skjóta mann á minna en
fimmtíu metra færi? Jú, það var rétt
að hann var hálffalinn undir tré.
Jú, það var rétt að hann var í
dökkgráum buxum og rauðri og
svartri veiðitreyju, sem sýndist frem-
ur dökk en rauð á þungbúnum degi.
En hvernig?... Hvernig..?
Lögmaður minn hélt því fram að
þetta hefði verið voðaskot. Hann
skoraði á kviðdóminn að fínna
minnsta vott um stráksskap eða
tillitsleysi hjá mér, og gróf upp vitni
sem báru að ég væri sinnugur og
varfærinn. Það var ekki að sjá að
kviðdómnum þætti þetta mikilsvert
framlag. Hann hlustaði og hélt svo út í
röð. Ég var settur í fangelsi meðan
tólfmenningarnir ákváðu örlög mín.
Fangaverðirnir sýndust vissir um,
að ég yrði þeirra maður framvegis. Ég
fékk ekki afhentar aftur þær eigur
mínar, sem af mér höfðu verið
teknar, þegar ég var leiddur út til
þess að hlýða á dómsuppkvaðning-
una.
Réttarsalurinn var troðfullur.
Spenntar og æsta raddir skáru í eyru
mér þegar ég var leiddur til
stúkunnar. Móður mín virtist t þann