Úrval - 01.02.1978, Blaðsíða 105
LOFTBRÚIN TIL BERLÍNAR
103
flestir þeirra unnu í austurborginni
og höfðu yfirleitt keypt nauðsynjar
sínar þar.
Síðan, þegar vetrarkuldinn sagði
til sín, var landamæravarslan hert.
Vesturberlínarbúar, sem fóru yfir á
Sovétsvæðið til að láta dýrgripi sína í
skiptum fyrir kartöflur eða kol urðu
að sæta nákvæmri rannsókn í
bakaleiðinni, og varningurinn, sem
þeir höfðu aflað sér, var tekinn af
þeim sem smygl. Því næst var farið að
stöðva neðanjarðarbrautina milli
Austur og Vesmrberlínar. Jafnvel
veski og vasar fóm ekki varhluta af
lúsarleit kommúnista og peningar
vom gerðir upptækir. Tilfínningin
fyrir umsátursástandinu jókst — og
jafnframt jókst reiði og þrákelkni
fólksins.
Það var ótrúlegt að fólkið skyldi
yfírleitt láta sér þetta lynda, en
langflestir tóku hungrinu og kuldan-
um með stóískri ró, því þeir vom
sammálaErnst Reuters: ,,Það er kalt,
en það er ennþá kaldara í Síberíu.”
Rússnesk rúlletta
Þegar kom fram um nóvemberlok,
var þreytan farin að setja mark sitt að
flugmenn Tunners. Fáir þeirra höfðu
nokkurn tíma flogið undir svo
erfíðum kringumstæðum, og nú fór
álagið að segja til sín. Oftast var
óvinurinn þokan, en þeir urðu líka að
berjast við ísinguna. Eina frostkalda
vetrarnótt var Vernon Hamann, sem
hnitaði hringi yfír Tempelhof, skipað
að snúa aftur til Rhein-Main. Þögnin
var eina svarið, því vegna ísingar
drapst á öllum fjómm hreyflunum
samtímis. Hamann varí 200 feta hæð
og nú hófst svifflug, sem líklegast gat
ekki endað nema á einn veg — inn í
eilífðina. Fyrir kraftaverk rak hann
hjólin niður á steinvegginn utan um
St. Thomas kirkjugarðinn í jaðri
flugvallarins af svo miklu afli, að
flugvélin lyftist eins og bolti og
hentist inn á aðalflugbraut Tempel-
hof án þess að það svo mikið sem
springi hjólbarði.
Regnið var líka óvinur flugmann-
anna. Það dundi af himni dag eftir
dag þar til það, sem heitir í raun og
vem Rhein-Main var skírt upp og
kallað Rhein-Leir.
Sumar tegundir flutnings vom líka
erfiðarí meðfömm. Olíutengin láku,
svo að stígvel mannanna urðu
gegnsósa af olíu og fæmr þeirra
bólgnuðu. Fimm metra vegalengd
frá hleðsludymnum að flugstjórnar-
klefunum varð að , .hveitilíms-
soppu.” Kolaryk þrengdi sér alls-
staðar, gerði stjórntækin stirð og
tærði rofa og snertifleti. Svart ryk
settist í augnhárin, nasirnar, eymn.
En hætmrnar og óþægindin
leiddu af sér það sem verst var af öllu:
Þreytuna. Þegar mennirnir höfðu
flogið í tólf stundir eða meira féllu
þeir í þungan svefn, og þegar þeir
vöknuðu vom þeir svo mglaðir að
þeir vissu ekki hvar þeir vom. Þegar
þeir biðu í flugtaksstöðu með
hreyflana í gangi, en fengu ekki