Úrval - 01.02.1978, Blaðsíða 93
LOFTBRÚIN til berlínar
91
Hvorugur flugvallanna í Berlín
hentaði á nokkurn hátt fyrir
flutninga af þessu tagi. Litli, breski
flugvöllurinn í Gatow var lítið annað
en varaflugbraut á jaðri sovéska
svæðisins, fáeinar mínútur frá orr-
ustuflugvellinumí sovéska hlutanum.
Og flugmenn LeMayes voru fljótir að
uppgötva hve hættulegur Tempel-
hoffflugvöllur var, inni í miðri
borginni. Vernon Earley, loftskeyta-
maður, gleymir aldrei fyrstu ferð
sinni þangað. Þegar C-47 vélin
lækkaði sig krappt niður að vellinum
kom hún niður úr skýjunum að hlið
við sjö hæða íbúðablokk og Earley sá
greinilega skelfingarsvipinn á íbúun-
um, sem störðu út um gluggana.
Einn vonarbjarma mátti finna.
Vegna framsýni Franks Howley,
bandaríska yfirmannsins í Berlín,
hafði Berlín þolanlegar matvæla-
birgðir til nokkurra vikna. Howley og
sérfræðingar hans höfðu séð fyrir um
möguleikana á sovéskri stöðvun á
aðflutningum og höfðu því safnað 36
daga birgðum.
Þessir loftflutningar, sem Clay
hafði hrundið af stað, áttu meðal
annars á sýna hve þétt væri hægt að
lenda á flugvöllunum í Berlín, og þar
með sannfæra þá í Washington um,
að með C-54 mætti fæða alla Berlín-
arbúa með loftflutningum. En
hversu vel myndu stjórnir vestur-
veldanna styðja við bakið á honum.
Svarið var ekki lengi að berast.
Mánudaginn 28. júní samþykkti
breska þingið að halda Berlín á
hverju sem dyndi. Ernest Bevin,
breski utanríkisráðherrann, sagði að
þetta blessaðist aldrei til lengdar, það
væri ekki hægt að sjá 2,5 milljónum
manna fyrir nauðsynjum með loft-
flutningum. En, bætti hann við, það
var þess virði að reyna. Það kynni að
mynda ráðrúm til samninga.
Sama dag hittust þeir í Washing-
ton Harry Tmman forseti, James
Forrestal varnarmálaráðherra,
Kenneth Royall hermálaráðherra og
Robert Lovett, aðstoðar innanríkis-
ráðherra.
Þau þrjú ár, sem Tmman hafði
setið á forsetastóli, hafði sú tíska
viðhaldist að gera lítið úr honum.
Gagnrýnendur hnussuðu að lítilli
þekkingu hans á utanríkismálum,
þeim smáborgaravana að kalla konu
sína „verkstjórann,” og áköfu stolti
hans yfir söng Margaret dótmr
sinnar. Nú hlýddi hann á Lovett
skýra frá því að æðstu menn innan-
ríkismála og varnarmála hefðu á
fundi daginn áður rætt þrjá kosti: Að
yfirgefa Berlín, að vera þar um kyrrt,
undir því álagi sem því fylgdi og láta
hverjum degi nægja sína þjáningu,
eða sjá borginni fyrir nauðsynjum
með flugflutningum og hætta á stríð.
Engin ákvörðun hafði verið tekin.
Lowett endaði með því að segja, að
það væri til að ræða þessa kosti, sem
þeir hefðu hist núna.
Tmman greip snöggt fram í:,,Það
er ekkert um það að ræða. Við
verðum í Berlín — punkmr.”
„Herra forseti,” maldaði Royall í