Úrval - 01.02.1978, Blaðsíða 63
GANGl ALLT VEL HJÁ ÞÉR, PABBI!
61
eftir þér,” sagði stjórnandinn.
, ,Hvers vegna merktirðu ekki verkið’ ’
,,Þetta er ekki listaverk, þetta er
kvöldmaturinn minn.”
Sýningarsalurinn bergmálaði af
hlátri. ,,Hann er ekki einungis mikill
listamaður heldur hefur hann einnig
kxmnigáfu,” sagði dómarinn.
, ,Það má lesa úr verki hans, ’ ’ bætti
annar dómari við. ,,Takið eftir
hvernig tómatsósuflaskan hallast upp
að dósinni með svínakjötinu og
baununum.”
,,Þetta er hreinn snillingur,” sagði
fín frú við fylginaut sinn. ,,Taktu
eftir hvernig ferskjudósin liggur á
hliðinn. Ekki einu sinni Warhol
myndi þora þetta.”
,,Ég býst við að sigurinn hafði
aðallega verið vegna þess hvernig
ostkakan er klesst á botninn á
kassanum,” svaraði fylginauturinn.
,,Þetta slær Picasso út.”
,,Sjáið nú til,” sagði ég, ,,ég er
mjög þakklátur fyrir þennan heiður,
en ég verð að fara með þetta heim. ’ ’
,,Heim?” spurði stjórnandinn
steinhissa.” Ég var að selja parinu
þarna þetta fyrir 1500 dollara.”
,,Þessar vorur kostuðu mig aðeins
18 dollara,” svaraði ég.
,,Það eru ekki vömrnar, heldur
hvað þú gerðir úr þeim. Þér hefúr
tekist að leggja meiri meiningu í
þvottaefnispakka heldur en Rodin
tókst að setja í Hugsuðinn.”
Ég roðnaði af lítillæti og tók við
ávísuninni. Um kvöldið fórum við
hjónin út að borða. Daginn eftir fór
ég í kjörbúðina og keypti annan
poka af varningi, miklu dýrari en það
sem hafði verið í hinum pokanum,
og hélt með það til listasafnsins.
En móttökurnar voru lítilmótlegar.
,,Velgengnin hefur stigið honum til
höfúðs.” sagði aðal listgagnrýnand-
inn. ,,Eitt sinn tókst honum að gæða
venjulegan kattamat og hnetusmjör
frelsi og sjálfstæðum, kæruleysis-
legum persónuleika. En nú stillir
hann upp fallegum dósum með
sveppum og skjaldbökusúpu. Frægð-
arljóminn er horfinn og það eina sem
eftir er, er hrærigrautur af bragðlausu
drasli. ★
ní*
vN vjv ViV vjv vf\
Ólög eru versti harðstjórinn. EdmundBurke.
Á Valentínsdag bauð Tom mér út að borða. Hann lagði ríkt á við
mig að dætur mínar tvær, 9 og 11 ára, yrðu heima þegar hann kæmi
að sækja mig. Þegar hann svo kom, bað hann okkur að setjast allar x
sófann. Svo tók hann þrjá litlar öskjur upp úr vasanum. 1 einni var
trúlofunarhringur með demanti, en í hinum tveimur var hjartalaga
hringur með demanti í miðjunni. Hann bað okkar allara þriggja og
þaðeróþarfiaðtakaþaðfram, að ég var ofurliði borin. Nú höfum við
verið gift í fjögur ár.
S.H.