Þjálfi


Þjálfi - 01.04.1941, Side 6

Þjálfi - 01.04.1941, Side 6
6 Þ J Á L F I ar. Hann var kominn að bænum. Nonna langaði mest til að æpa af gleði. Kona kom út og leiddi Nonna inn í bæinn. Þar kom hann inn í vistlega stofu, og konan kom með mat handa honum. Konan var móður- systir hans. Hún spurði, hvort hann vildi ekki skoða sig um. Jú, það vildi Nonni. Drengur, sem var kallaður Óli, sýndi honum dýrin. „Nei sko, en hvað beljurnar eru fall- egar,“ sagði Nonni. „Hvað ertu að segja?“ sagði Óli. „Hér í sveitinni segjum við aldrei beljur, heldur segjum við alltaf kýr.“ „Nei, og eru hér líka hænsni?“ spurði Nonni. „Hvað eru þau mörg?“ „Það eru 20 hænur og 1 hani og svo nokkrir ungar. Svo eru hér hestar,“ sagði Óli. „Þennan hest á ég. Hann heitir Stjarni. Hinir hestarnir heita Skjóni, Gráni, Sprettur og Háleggur.“ „En hvað þú átt gott að eiga hest,“ stundi Nonni. „En hvað eru hér margar kindur?“ „Þær eru eitthvað um 300.“ „Átt þú ekki kindur?“ spurði Nonni. „Jú, ég á 3 kindur. Sjáðu, hér er fjósið,“ sagði Óli. „Já, það er nú nokkuð stórt,“ sagði Nonni. Nú var kallað á þá til kvöldverðar, og Óli sagðist skyldi sýna hon- um meira á morgun og segja honum, hvað fjöllin hétu og þess háttar. Dagarnir liðu. Nonni var farinn að reka kýrnar og sækja hesta. Þegar slátturinn byrjaði, fékk Nonni að raka. Hann skrifaði mömmu sinni oft, og hún skrifaði honum. Svo kom haustið, og Nonni fór að taka upp úr görðum. En svo kom að því, að hann þurfti að fara að hugsa til heimferðar, og loks kom sá dagur, að hann fór heim til sín. En pabbi og mamma hans lofuðu hon- um því, að hann skyldi fá að koma þangað aftur næsta sumar. Sigrún Kr. FriðriJcs. Jóna litla kemur grátandi inn. Mamma hennar: Hvað er að þér, góða mín? Jóna: Það brotnaði hnéskelin í hand- leggnum á mér. Skagafjörður Margir telja, að Skagafjörður sé eitt feg- ursta hérað landsins. Ég held, að það sé ekki orðum aukið. Ég get varla lýst þeirri fögru sjón, er blasir við, þegar ekið er niður Vatnsskarð. Eftir miðju héraðinu renna Héraðsvötnin, lygn og breið. En að austan verðu gnæfa fjöllin, há og fögur. Hæstur og fegurstur er snarbrattur Glóðafeykir. En tilkomumest fannst mér að sjá Drangey, þögula og einmana rísa hátt upp úr sjón- um. En eins og allir vita, var Grettir Ás- mundsson þar í útlegð síðustu ár ævi sinn- ar. Vestan við fjörðinn stendur tignarlegur Tindastóll. Og sunnan til í héraðinu sést alltaf Mælifellshnjúkur gnæfa yfir öll hin fjöllin. Þjóðskáldið mikla, Matthías Joch- umsson, hefur ort langt og mjög fagurt kvæði um Skagafjörð. Það byrjar svona: „Skín við sólu Skagafjörður, skrauti búinn, fagurgjörður." Steingrimur Hermannsson. Grlltti Gutti var allra bezti hvolpur, og nógu var hann fríður, en ekki þótti hann neitt sér- staklega hlýðinn, og heldur var hann mat- vandur. Einu sinni sem oftar var Gutta gefinn nýsoðinn mjólkurgrautur, en hann vildi ekki bragða á honum. Var þá grauturinn látinn rétt fyrir utan bæjardyrnar, í hunda- diskinn. Rétt á eftir geng ég þar fram hjá og sé þá, að ungahænan er komin með alla ungana sína að hundadiskinum og er að ljúka við að tína upp grjónin af diskinum, en Gutti situr skammt frá og spangólar ógurlega. Ég vorkenndi aumingjanum og rak hænuna og ungana í burt, en þá voru þau þegar búin með allt saman. Fór ég þá inn og sótti diskinn fullan af sams konar graut. A

x

Þjálfi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjálfi
https://timarit.is/publication/1899

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.