Þjálfi


Þjálfi - 01.04.1941, Page 8

Þjálfi - 01.04.1941, Page 8
8 Þ J Á L F í chow. Við sváfum á gólfinu og vissum ekk- ert, hvað gerðist um nóttina. En löngu seinna var okkur sagt, að ræningjaflokk- ur hefði komið þá um nóttina til þorpsins og ætlað sér að taka okkur. En þeir villt- ust í náttmyrkrinu og réðust inn í annað hús. Þaðan var varaliði þorpsins gert að- vart og ræningjarnir hraktir á flótta. Við komumst ferðar okkar hindrunarlaust næsta dag. Jóhannes Ólafsson. Dísa og tröllkonan Einu sinni var lítil stúlka. Hún hét Dísa. Hún var bæði falleg og góð. Einu sinni fór hún í berjamó með fallegu litlu berjafötuna sína. Þá kom stór kerling, hræðilega ljót. Dísa var svo hrædd, að hún fór að gráta. Þá tók ekki betra við, því að kerlingin sagði, heldur byrst: „Hættu að grenja, stelpa, annars skaltu fá að kenna á vendinum mínum.“ Dísa hætti strax að skæla hátt, en samt runnu tárin niður litlu kinnarnar hennar. Kerlingin fór með hana inn í húsið sitt, eins og hún kallaði það. En þetta var eiginlega ekkert hús,heldur innangraf- inn hóll. Það var ekki frýnilegur bústaður. Dísa þurfti að sópa gólfið, sjóða matinn og margt annað, og það dugði ekki að tauta neitt, því að þá var kerling vond. Á næt- urnar var hún læst inni í dimmum afkima, og gat hún varla sofnað fyrir rottugangi. Einu sinni datt henni í hug að reyna að grafa göng út úr kompunni, sem hún var í. Hún byrjaði að grafa og gróf á hverri nóttu, þar til hún gat skriðið út. Nóttin var nið- dimm og kalt var úti. Það var þá kominn vetur. Snjórinn þakti jörðina, en tunglið glotti háðslega á himninum og nokkrar stjörnur tindruðu. Litlu stúlkunni fannst tunglið vera að hæðast að sér. Hún hraðaði sér, sem mest hún mátti, en komst samt lítið áfram vegna stormsins, sem þyrlaði Hægfara reiðskjóti Bauga heitir kýr, sem á heima á Hösk- uldsstöðum í Dalasýslu. Hún er rauð á lit- inn með hvítt höfuð, stór horn og rauða bauga kringum augun. Af þeim dregur hún nafn sitt. Bauga er afar spök skepna. Þeg- ar hún sér eitthvaö skrítilegt, hallar hún undir flatt og starir á það. Og hafa margir haldið, að hún væri mannýg. En hvaða krakki sem er getur í raun og veru gengið að henni og setzt á bak. Lallar þá Bauga af stað með hann á bakinu, en er mjög hægfara, eins og kúm er títt. Þegar hún var hálfs annars árs, var hún á Jörfa í Haukadal. Þá fóru kýrnar oft yfir á, en kæmi einhver krakkinn ofan að ánni til þess að sækja kýrnar, kom Bauga á móti honum og bar hann yfir ána, til þess að sækja hinar. Henni þykir afar gott að láta klóra sér á bak við eyrun eða láta kemba sér, og hún er ákaflega þrifin með sig. Gætu margar kýr og kálfar tekið hana sér til fyrirmyndar í því efni. Ég lýk þessari frásögn af Baugu með því að óska henni langra og góðra lífdaga. Daði Hjörvar. Helga litla Einu sinni var lítil telpa, sem hét Helga. Hún var mjög fátæk og átti enga foreldra. Hún var á bæ, þar sem mörg börn voru. Hún var látin sitja hjá ánum á sumrin og gæta minnstu barnanna o. m. fl. Einu sinni rétt fyrir jólin fór húsbóndi hennar í kaup- staðinn með marga hesta til að kaupa ým- islegt til jólanna og einnig jólagjafir. Á lausamjöllinni framan í hana. Dísu gekk illa að rata, en loks fann hún rétta leið og komst heim. Það var heldur en ekki fagn- aðarfundur. Sulveig Arnórsdóttir. T

x

Þjálfi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjálfi
https://timarit.is/publication/1899

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.