Þjálfi


Þjálfi - 01.04.1941, Page 9

Þjálfi - 01.04.1941, Page 9
Þ J Á L F I 9 meðan hann var í burtu, var búið til laufa- brauð, og Helga litla skar út margar kökur. Nú kom húsbóndinn heim og fékk Helgu böggul frá frænda hennar í borginni. í bögglinum voru sokkar og vettlingar og svo fíkjur og margt annað góðgæti. Helga gekk í skóla, því að húsbændurnir vildu láta hana læra. Hún var alltaf hæst í skólan- um. Einu sinni, þegar Helga var í skólanum rétt fyrir jólin, sagði kennarinn börnun- um, að þau ættu að halda skemmtun, og nú ættu þau að kjósa börn til þess að skemmta. Það voru kosin tíu og var Helga ein af þeim. Helga var glöð yfir því að mega osin tíu, og var Helgaskemmta. Það voru k hét Blái boli, og svo átti að verða leikrit og söngur o. m. fl. Skemmtunin tókst ágæt- lega og Helga var mjög ánægð yfir því, sem hún hafði gert og skemmti sér alveg prýði- lega. Vilhelmína Adolphsdóttir. Bleikja XJrriSi Happasœl veiðiför Sumarið 1938 var ég nokkrar vikur aust- ur við Ljósafoss. Sunnudagsmorgun nokk- urn bað maður, er heitir Gísli, pabba minn um að hjálpa sér við að vitja um net, er hann átti ofarlega í Úlfljótsvatni að vest- anverðu, og fékk ég og bróðir minn að koma með. Netin voru sjö. Átti pabbi að fá að velja sér tvö fyrir hjálpina. Sagði nú Gísli pabba, hvernig þau lægju, og átti pabbi að velja sér þau, áður en við kæmum að vatn- * inu. Tveir bátar lágu í fjörunni, og settum við annan þeirra fram. Tvö austurstrog lágu í bátnum, en ekki voru þau álitleg. Eftir að við vorum komnir skamman spöl út á vatnið, var kominn allmikill austur í bátinn, vegna þess að farið var að hvessa og báturinn lak allmikið. Var ég og bróðir minn þá fengnir til að ausa bátinn, en ekki gekk það vel, því að trogin voru mjög götótt. Fyrst drógum við tvö net, sem Gísli átti. Þegar það var búið, var komið svo vont veður, að ég og bróðir minn vorum settir í land vestanmegin við vatnið. Pabbi og Gísli drógu nú inn hin netin og reru síðan lífróður til lands. Þegar þeir komu til lands, fréttum við, að pabbi hefði fengið meira úr öðru netinu sínu, en Gísli úr öll- um sínum. Nú var orðið svo hvasst, að eng- in leið var að róa yfir aftur, svo að við urðum að ganga með alla veiðina fyrir vatnið og lengst niður fyrir og svo upp með aftur og yfir stífluna. En allir voru dauð- hræddir um, að við hefðum farið okkur að voða á vatninu. En við höfðum líka silung í matinn í margar vikur. Ágúst Sigurðsson. Kaupirðu góðan hlut, þá rnundu, hvar þii fékkst hannl Allir unglingar, sem vilja vera hraust- ir, kaupa og nota Alafoss föt.

x

Þjálfi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjálfi
https://timarit.is/publication/1899

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.