Þjálfi


Þjálfi - 01.04.1941, Side 12

Þjálfi - 01.04.1941, Side 12
12 Þ J Á L F I henni, en hún tíndi bióm í ákafa. Þegar hún var búin að tína svolítinn vönd, sleit hún upp puntstrá og vafði því utan um blómin, og batt þau síðan við hárið á hon- um, Hélt hún því áfram, þangað til að Tryggur var orðinn þakinn blómvöndum. Ósjálfrátt hafði Anna þokazt lengra upp í hlíðina. Það var komin dálítil þoka og far- ið að rökkva. En Anna var hvergi smeyk. En Trygg þótti hún fara nokkuð langt, en ekki yfirgaf hann hana. Loks sá Anna, að hún var komin nokkuð langt frá bænum, en hún hélt nú, að hún rataði heim. Nú lagði hún af stað og Tryggur með henni. Hún gekk og gekk, og hvergi kannaðist hún við sig. Loks var hún svo aðfram- komin af þreytu, að hún lagðist fyrir í skjóli við stóran stein, og Tryggur lagð- ist ofan á fæturna á henni. Þegar hún vaknaði, var sólin hátt á lofti og Trygg- ur vaknaður og sat uppi á steininum, sem hún svaf í skjóli við. Hún reis upp og sá lítinn, tæran poll þar skammt frá. Þangað fór hún og þvoði bæði andlit og hendur, svo fór hún að tína ber, því að hún var orðin svöng. Síðan héldu þau áfram ferðinni, þar til þau komu að læk. a „Nú kemst ég ekki yfir, Tryggur minn“, sagði hún. En Tryggur fór út í lækinn og leit á hana og svo á bakið á sér. Loks skildi Anna, að hún ætti að setjast á bakið á honum. Svo settist hún á bak honum, og hann bar hana yfir lækinn. Anna ætlaði að halda aftur af stað beint áfram, en Tryggur vildi heldur ganga niður með læknum, og lét hún það eftir honum. Þegar þau höfðu gengið dálítið niður með lækn- um, fór hún að kannast við sig. Og mikið var hún kát, þegar hún sá, að þetta var bæjarlækurinn. Varð nú mikill fagnaðar- fundur, og eitt var víst, að ekki skorti Trygg mat né annað eftir þetta. Elín Brynjólfsdóttir. Göngaferð Við þrír drengir fórum í haust í göngu- ferð. Við fórum af stað kl. 9 um morguninn og höfðum með okkur nesti. Ætluðum við með strætisvagni inn að Elliðaám. Fórum við upp í hann á Lækjartorgi og úr við raf- stöðina við árnar. Síðan gengum við yfir árnar á plönkum og í suðurátt og gengum rétt fyrir vestan Vatnsendahæð og síðan suður eftir. Við námum öðru hvoru staðar og lékum okkur. Svo kl. 11 drukkum við og hvíldum okkur. Síðan kl. íll/2 fórum við aftur af stað og gengum enn í suðurátt. Sáum við þá Vífilsstaðahæli rétt fyrir sunnan okkur. Breyttum við nú um stefnu og gengum í vestur á móts við Kópavog. Við sáum Hafnarfjörð í suðurátt. Þegar við komum að Kópavogsbrúnni, vár mikil bílaumferð þar. Við fórum yfir hana og út að minkabúinu rétt fyrir sunnan veg- inn og sáum minkana. Síðan gengum við upp holtið. Sáum við þá sjó framundan, það var Skerjafjarðarvíkin, en hinum meg- in var Öskjuhlíðin. Við beygðum í norður- átt og á veginn og til Reykjavíkur og heim. Við vorum þreyttir, því að við vorum búnir að vera í ferðalaginu frá 9—3 = 6 tíma. Okkur þótti gaman í þessu ferðalagi út úr rykinu í Reykjavík. Seinna fórum við út á Seltjarnarnes og gengum suður að Öskjuhlíð. Gönguferðir eru skemmtilegar, og iðka menn þær alltof lítið. Einar Hannesson. Áslaug Áslaug vaknaði við það, að sólárgeisli skein beint á nefið á henni. Hún reis upp í rúminu og breiddi faðminn á móti kom- andi degi. Yndislegan vorilm lagði inn um gluggann hennar, og henni heyrðist bæjar- lækurinn segja í sífellu: glaður! glaður! Hún flýtti sér að klæða sig, því að hún vissi, að verkefnin voru mörg í vorönnum 4 ( i f

x

Þjálfi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjálfi
https://timarit.is/publication/1899

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.