Þjálfi - 01.04.1941, Side 13
Þ J Á L F I
13
sveitalífsins, og Áslaug litla var alltaf til-
búin að hjálpa til þess, sem hún gat, aldurs
síns vegna. Hún var aðeins 10 ára gömul.
Þegar hún hafði lokið við að klæða sig,
hljóp hún út á hlað, og var hún þá nærri
búin að velta um koll henni Stínu gömlu.
„Já, já, heillin, eitthvað gengur nú á,“
sagði Stína gamla. „Blessaður ungdómurinn
er alltaf samur og jafn, kátína, gleði og
áhyggjuleysi, ójá, einu sinni var maður
ungur líka.“
Áslaug staðnæmdist ekki fyrr en fyrir ut-
an túnið, og hvað sá hún? Lítið fuglshreið-
ur við fætur sér. Hún var sannfærð um, að
ósýnilegar verndarvættir hefðu varðveitt
hana frá að stíga ofan á hreiðrið. Augu
Áslaugar fylltust tárum af þakklátssemi,
því að þessi morgunn hefði orðið dapur, ef
hið haganiega tilbúna hreiður hefði ónýtzt
af hennar völdum.
Þessi atburður festist vel í minni Áslaug-
ar. Þegar hún var komin yfir fermingu,
gekk hún í dýraverndunarfélag. Áslaug
giftist góðum og nýtum manni, og voru þau
hjón orðlögð fyrir gæði sín við alla smæl-
ingja.
Sigríður L. Jacobsen.
Laxárgljúfur
í sumar var ég í sveit, að Laugum í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu. Þar var mjög skemmti-
legt. Voru margir krakkar þar. Við fórum
í gönguferð á hverjum rúmhelgum degi.
Fyrst fórum við stutt, en svo fór það að
lengjast, og seinasta ferðin, sem við fórum,
var ellefu eða tólf kílómetra leið. Var það
að Laxárgljúfrum. Þau eru þar, sem Laxá
fellur úr Laxárdal og niður i Aðaldal. Við
fengum nesti með okkur og lögðum síðan
af stað um hádegið. Fjórir kennarar fóru
með okkur. Fórum við fyrst niður með
Reykjadalsá og síðan í gegnum fallegan
skóg. Við sáum mikið af berjum á leiðinni,
en við máttum ekki vera að tína þau. Við
hvíldum okkur lítið á leiðinni, nema þegar
við borðuðum nestið okkar. Sumir voru nú
orðnir þreyttir, en allt í einu heyrðum við
niðinn frá Laxárgljúfrum. Urðu þeir þreyttu
þá rólegir. Þarna sáum við margt merkilegt.
f miðju gljúfrinu eru tvö stór tré, afskap-
lega falleg, og voru stórir steinar í kring
um þau. Er ákaflega fallegt þarna. Áin
beljar fram í miklum bratta milli kletta.
Margir hólmar eru í ánni. Er þar mikið af
hvönn og margar aðrar jurtir. Þarna við
Laxárgljúfrin er næst stærsta raforkustöð
á landinu, næst Sogsstöðinni. Er hún byggð
fyrir Akureyri. Við fórum í tveimur stórum
bílum heim. og var glatt á hjalla á heim-
leiðinni.
Svava Jónsdóttir.
Skantaferð á Elliðavatn
Einn góðan veðurdag í janúar í vetur
fór 12 ára bekkur B í Miðbæjarskólan-
um skautaferð upp á Elliðavatn. Veður
var mjög gott, logn og sólskin. Um kl. 11
lögðum við af stað. Gekk ferðin vel og
slysalaust upp eftir. Þegar komið var upp
á Vatnsendahæð, fórum við úr bílnum og
gengum heim að sumarbústað símamanna
og fengum að geyma nestið okkar þar.
Fórum við nú niður að vatninu og sett-
um á okkur skautana. Fórum við síðan
að renna okkur á spegilsléttum ísnum. fs-
inn var svo hreinn, að við sáum alveg
niður í botn. Við sáum allan gróðurinn í
botninum og hverja mishæð. Einkenni-
legast og skemmtilegast var þó að sjá sil-
ungana skjótast undan fótum manns.
Sumir krakkarnir voru fyrst hálf smeykir
að renna sér á svona glærum ís, en það
fór brátt af, þegar þau fundu, að ísinn
var vel traustur. Vorum við svo að renna
okkur fram og aftur um svellið, þangað
til að við fórum að borða, sum úti, en