Þjálfi - 01.04.1941, Side 15
Þ J Á L F I
15
„og þitt var mitt ljóð og hvert gígjugrip,
þú gafst mér þinn streng og þinn boga.“
Kennararnir gefa lærisveinum sínum
beztu gjafirnar, sem hægt er að veita, en
það er þekkingin. Og um margan mann-
inn er það svo, að eina menntunin, sem
hann hlýtur, er barnafræðslan, og mörg-
um heíur hún orðið þýðingarmikill hyrn-
ingarsteinn undir sjálfsnámið. En svo
er annað, sem er ekki minna virði. Ungir
drengir, eins og þú og þínir líkar, mótast,
næstum því án þess að vita af því, af
skapgerð kennarans, og ef skapgerð hans
er góð, þá er það e. t. v. enn þýðingar-
meira fyrir framtíð ykkar en fræðslan,
sem þið fáið. Pabbi sagði margt fleira,
sem ég verð að sleppa núna.
Pétur Guðmundsson.
íþróttanáraskeið
að Álafossi
í júnímánuði sumarið 1938 var ég á Ála-
fossi í íþróttaskólanum þar. Þar lærði ég
m. a. alveg að synda. Þar var nú mikið að
starfa. Öllum strákunum var skipt í tvo
flokka, og var ég í 1. flokki. Kl. 8 á morgn-
ana fórum við á fætur, síðan borðuðum
við morgunverð, en svo fór annar flokkur-
inn í gönguferð, en hinn í leikfimi og sund.
Þegar því var lokið, fengum við frí til há-
degis. Eftir hádegi fengum við svolítið frí,
en síðan fórum við í sund aftur og þvínæst
í leikfimi. Kl. 3 var drukkið, en síðan feng-
um við frí til kl. 5, en þá var leikfimi hjá
báðum flokkunum í einu. Kl. 7 var svo
borðað, en kl. 8 y2 fóru allir í rúmið. Á
hverjum laugardegi var próf eftir vikuna í
leikfimi og sundi. Vorum við þá látnir gera
leikfimiæfingar með bundiö fyrir augun.
Var þá um að gera að gera allt rétt. Við
vorum látnir synda nokkra metra, og var
okkur síðan sagt, hvað hver hefði verið
lengi. Var þá mikið um að vera, því að allir
vildu verða fyrstir. Eftir kaffið á laugar-
dögum fengu þeir, sem vildu, að fara heim
og vera heima yfir helgina, en þeir urðu að
vera komnir upp eftir á sunnudagskvöld
eða mánudagsmorgun. Þrjár sýningar voru
haldnar meðan ég var þar. Var sú fyrsta
haldin fyrir þýzku knattspyrnumennina,
sem komu hingað 1938. Bauð Sigurjón Pét-
ursson þeim upp eftir. Eftir sýninguna var
þeim boðið upp á skyr og rjóma og annan
íslenzkan mat, og þótti þeim hann góður.
Önnur sýningin var haldin fyrir eitthvert
kvenfélag, sem þar kom. Síðasta sýningin
var haldin fyrir foreldra þeirra, sem höfðu
verið á námsskeiðinu. Sú sýning var hald-
in, þegar námsskeiðinu lauk, og það var
30. júní.
Björn Þorláksson.
Vinstiílkurnar
Sigga og Tóta eru bekkjarsystur, en eru
mjög ólíkar.
Sigga: Af hverju komst þú ekki í skólann
í morgun, varstu veik?
Tóta: Nei, en ég fór í kvikmyndahús í
gærkveldi og var þess vegna illa fyrir köll-
uð í morgun.
Sigga: Þú hefðir þó getað komið kl. 9,
það hefði verið betra en að koma ekki neitt.
Tóta: Já, en ég nennti ekki. Þú veizt ekki,
hvað var gaman í gærkveldi.
Sigga: Heldur hefði ég viljað vera heima
og vera án myndasýningarinnar, heldur
en að koma ekki í skólann.
Tóta: Mér finnst ekkert gaman að hlusta
á þetta.
Sigga: Þú ættir samt að athuga það, sem
ég hef sagt þér.
Tóta: Komdu við skulum leika okkur
eitthvað.
Sigga: Við getum leikið okkur að brúð-
unum þínum.