Þjálfi


Þjálfi - 01.04.1941, Page 19

Þjálfi - 01.04.1941, Page 19
Þ J Á L F I 19 Skírnarveizlan Eitt vetrarkvöld fyrir fáum árum fann ég bröndóttan kettling, sem stóð við útidyrnar og mjálmaði. Hann var bæði magur og svangur. Ég fór með hann inn og gaf honum mjólk og fisk og fékk að hafa hann inni um nóttina. Næsta dag fór hann út, og ég hélt, að hann myndi ekki koma aftur, en um kvöldiö var hann kominn á þann stað, er hann svaf á nóttina áður. Þannig hændist hann að okkur og kom alltaf heim, þó að hann brygði sér burtu. Hann óx fljótt og var orðinn stór köttur, áður en ég vissi af. Eitt kvöld tókum við eftir því, að hann vildi endilega komast inn í gamlan klæða- skáp, sem stóð í eldhúsinu. Við tókum hann þá og bjuggum um hann í skáp undir eld- húsbekknum. Seinna um kvöldið litum við inn í skápinn, og voru þar þá komnir fjórir nýfæddir kettlingar. Eftir svo sem viku- tíma voru þeir farnir að sjá'og skríða fram á gólf. Hafði ég fjarska gaman af þeim. Ég vildi endilega gefa þeim nöfn, og dag nokkurn hélt ég skírnarveizlu. Komu þá nokkrar leiksystur mínar til mín að horfa Mjöll, Hrefna og Dillirófa. á. Skírnin tókst ágætlega. Eldri systir mín var presturinn. Náðum við í þvottaskál og létum vatn í hana. Síðan tókum við kettl- ingana hvern af öðrum og dýfðum hausun- um á þeim ofan í vatnið. Eftir það voru þeim gefin nöfn. Einn var látinn heita Mjöll, af því að hún var hvít. Hinir þrír voru bröndóttir eins og mamma þeirra. Voru þeir skírðir Hrefna, Mússí og Dilli- rófa. Dillirófa og Mússí voru fljótt látnar burtu og mamma þeirra lika. En hinir tveir voru lengur hjá okkur. Sá ég mikið eftir þeim öllum saman. Lilla Árnadóttir. Notið Three Plumes Eldspýtur

x

Þjálfi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjálfi
https://timarit.is/publication/1899

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.