Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Blaðsíða 4
Vorið 1953 flytja foreldr- ar mínir Jakob Guðlaugsson og Guðveig Bjarnadóttir, úr Reykja- vík að Skaftafelli í Öræfum. Ör- æfasveitin var mjög einangruð á þessum árum og sundur skor- in af jökulvötnum sem stund- um voru slæm yfirferðar, sér- staklega á veturna þegar vötn- in voru klakakropin. Sveitin var lokuð af stórfljótum bæði að austa og vestan. Vatnajökull lok- aði sveitinni að norðan og Atl- anshafið girti sveitina af að sunn- an. Eina lífæðin við umheiminn var oft á tíðum um flugvöll á Fagurhólsmýri. Á Hofi í Öræfum var svo sam- komuhús fyrir sveitina, nálægt miðju sveitarinnar. Þar voru með- al annars haldin böll og skemmt- anir fyrir fólkið í sveitinni. Það var svo milli jóla og nýárs árið 1954 sem að ég fékk að fara í fyrsta sinn á jólaball, eins og það var kallað í þá daga. Ég var það ungur að árum þegar þetta var að ég man nú mjög lítið eft- ir þessari ferð, en við móðir mín rifjuðum þetta upp í sameiningu fyrir nokkrum árum síðan. Lagt af stað á jólaball Það hefur sennilega verið rétt um hádegi, einhvern daginn á milli jóla og nýárs, að farið var að hafa sig til á ballið. Ég var klæddur í mín bestu föt. Það voru ljósar smekkbuxur og ný- ir strigaskór, sem að ég fékk rétt fyrir jólin. Mér var svolítið í nöp við þessa strigaskó, ég vildi alvöru spariskó, ég var sko að fara á ball, en þeir voru ekki til á mig í það skiptið. Svo var lagt af stað, eldri bróðir minn Sigurð- ur og frændi minn Guðlaugur Björgvinsson, sem var í heimili í Skaftafelli á þessum árum, lögðu af stað með mig labbandi aust- ur og niður Skaftafellsbrekkurn- ar. Það var snjór yfir öllu, sól og talsvert frost. Snjórinn sindraði í sólinni og það marraði í snjó- num undan fæti. Ég mátti ekki setjast í snjóinn eða leika mér í fínu fötunum, en ég var samt spenntur fyrir þessu ferðalagi. Pabbi og mamma komu svo á eft- ir okkur á dráttarvél sem var eina farartækið á heimilinu þá. Drátt- arvélin var treg í gang í frosti og hafa foreldrar mínir örugg- lega sent okkur á undan hefði vélin ekki farið í gang. Gekk nú ferðin betur á farartæki en gang- andi. Fimm kílómetrum austan við Skaftafell er Svínafellsá, var pabbi búinn að hafa samband austur að Svínafelli til að fá bíl á móti okkur út að ánni, bílstjóri var Jón Pálsson frá Svínafelli. Það voru miklar skarir meðfram ánni og ófært öllum ökutækjum. Pabbi var með upphá vaðstígvél með og bar hann mannskapinn Þorsteinn Jakobsson Jólaball á Hofi í Öræfasveit 1954 Fjölskyldan í Bölta í Skaftafelli 1955. Móðir Þorsteins með Bjarna bróðir hans nýlega fæddann, Þorsteinn situr í fang- inu á föður sínum og Sigurður bróðir hanns lengst til hægri. Óskum viðskiptavinum og Snæfellingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.