Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Qupperneq 7

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Qupperneq 7
Fjölmörg börn í leikskóla Snæfellsbæj- ar og nemendur á yngri stigum í Grunn- skóla Snæfellsbæjar hafa heimsótt þjóð- garðsmiðstöðina á Hellissandi á undan- förnum vikum. Í þessum heimsóknum hafa börnin fengið fræðslu frá starfsfólki, gert sér glaðan dag og haldið listasýn- ingar. Einhver þeirra hafa meira að segja verið svo heppin að rekast á jólasvein- inn á sveimi í þjóðgarðsmiðstöðinni. Nemendur við Lýsudeild Grunnskóla Snæfellsbæjar heimsóttu líka Gestastofu Þjóðgarðsins á Malarrifi fyrir nokkrum vikum, þar nutu þau leiðsagnar frá land- verði og óviðjafnanlegrar náttúrufegurð- ar svæðisins. Snæfellsjökulsþjóðgarður iðar af lífi og tengsl hans við nærsam- félagið hafa eflst töluvert með tilkomu þjóðgarðsmiðstöðvarinnar á Hellissandi. Tengslin eru hvergi sýnilegri en hjá yngri kynslóðinni sem býr við þau forréttindi að alast upp með náttúruperlu eins og Snæfellsjökulsþjóðgarð í bakgarðinum, og við góða leik- og grunnskóla sem kynna heimabyggðina í starfi sínu. SJ Jól í þjóðgarðinum

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.