Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Page 8
Einu sinni fyrir langa löngu
bjó fjölskylda á Siglufirði. Það
var 19. desember og það var
kvöld. Systkinin Lilja og Siggi
voru að fara í háttinn. Lilja var
í fjórða bekk og Siggi í öðr-
um bekk. Lilja var orðin mjög
spennt fyrir jólunum en Siggi
hugsaði bara um tölvuna. Lilja
var strax farin að hugsa um gjaf-
irnar, hún óskaði þess að fá nýju-
stu Harry Potter bókina en Siggi
vildi bara fá nýjasta tölvuleik-
inn í GTA. Lilja gat hreinlega
ekki sofnað fyrir spenningi en
Siggi svaf eins og steinn. Lilja
vakti í marga klukkutíma því
hún var líka spennt fyrir því að
skreyta. Daginn eftir var mamma
þeirra í geymslunni að leita að
jólaskrautinu en tuldraði með
sjálfri sér: „hvar er jólaskrautið?“
Lilja skyldi ekki neitt í neinu og
Siggi kom og spurði hvað væri
á seiði. Mamma þeirra sagði að
hún fyndi ekki jólaskrautið. Þá
hafði Siggi áhyggjur af því að fá
ekki nýja Playstation jólaskraut-
ið sitt. Ekki nóg með það heldur
mamma þeirra fann heldur ekki
jólagjafirnar.
Þá gelti Lubbi hundurinn
þeirra allt í einu mjög hátt. Lilja
og Siggi hlupu inn í stofuna og
þar voru fótspor, risastór katta-
fótspor! Ekki skrítið að Lubbi
gelti. Lilja klæddi sig og labbaði
inn í herbergi til að hugsa málið.
Allt í einu fékk hún hugmynd,
hún náði í Sigga og sagði honum
að þau myndu elta fótsporin og
finna jólaskrautið. Þau klæddu
sig mjög vel því það var kalt í
veðri. Þau eltu fótsporin upp
fjallið, þau voru búin að labba
óralengi þegar þau heyra aft-
ur gelt og aftur! Þau líta fyrir
aftan sig og þar var Lubbi. Þau
þrjú löbbuðu áfram og loksins
sáu þau helli en þá trampar risa-
stórt tröll út og þrumar: „Hvað
eru þið að gera hér?“ Lilja sagði
honum að þau væri að leita að
jólaskrautinu sínu. Siggi spurði
tröllið hvað það héti og það
sagðist heita Bjarki Bóbó Snæ-
fell. Lilja og Siggi kynntu sig.
Lilja spyr Bjarka hvort hann hafi
séð stóran kött einhvers staðar.
Hann svaraði neitandi og sagð-
ist vera að vernda grýluhelli. Þá
spyr Siggi: „Er þetta grýluhell-
ir?“ og Lilja spyr: „Er grýla þarna
inni?
Bjarki verður allt í einu mjög
vandræðalegur á svipinn og seg-
ir: „Úps“. Hann segir krökkun-
um að það væru aldrei jól í
tröllaheimi sem honum þætti
mjög leiðinlegt. Lilja spurði
Bjarka hvort hann hafi nokk-
uð tekið jólaskrautið og Bjarki
kinkar vandræðalega kolli. Lilja
spyr hann hvort jólakötturinn
hafi verið með honum og hann
kinkaði aftur kolli og sagðist
bara hafa viljað halda upp á
jólin með jólakettinum, honum
fannst jólin svo heillandi.
Allt í einu heyrðist þrumað:
„Hvað eru þið að gera hjá hell-
inum mínum!?“ Þetta var Grýla
og með henni var Leppalúði
og allir jólasveinarnir. Þá heyrð-
ist mjálm og Grýla sagði: „Uss
Sigmundur“. Þá hrópaði Siggi
upp yfir sig: „Sigmundur? Heit-
ir jólakötturinn Sigmundur?“
Grýla sagði að hún væri nú bara
að fylgja nafnatískunni og hann
héti jú Sigmundur. Stúfur spurði
krakkana hvað þeir væru að gera
þarna hjá Grýluhelli og Lilja sagði
honum frá týnda jólaskrautinu
og gjöfunum. Þá strunsar Grýla
inn í hellinn og viti menn! Þarna
var jólaskrautið og allar gjaf-
irnar. Grýla varð öskureið við
Bjarka og Sigmund, Bjarki fór
að hágráta og sagðist bara vilja
halda upp á jólin. Lilja stakk þá
upp á því að þau gætu öll haldið
jólin með þeim. Grýla virtist nú
ekki vera til í það fyrst en þegar
hún sá að allir jólasveinarnir,
Bjarki, Sigmundur og meira að
segja Leppalúði vildu halda jól
ákvað hún að samþykkja það.
Hurðaskellir bauðst til að skutla
öllum á sleðanum sínum. Það
settust allir á sleðann og þau
byrjuðu að renna af stað. Lubbi
gelti og gelti. Eftir nokkrar mín-
útur voru þau komin heim og
fóru að skreyta allt hátt og lágt.
Mamma var mjög hissa þegar
hún sá allt skreytt og jólagjafirn-
ar þegar hún kom heim en enn-
þá meira hissa þegar hún sá alla
gestina en það urðu svo sannar-
lega gleðileg jól.
Höfundar:
Júlía Rós Guðbjartsdóttir
og Gabríel Gói Jóhannsson
Óskum viðskiptavinum okkar
og Snæfellingum öllum gleðilegra jóla.
Við þökkum viðskiptin á árinu.
Jólasögusamkeppnin
Týndu jólin
Útgáfa Jökuls
á næstunni
Jökull kemur út milli jóla og nýárs.
Skil á auglýsingum og efni er fyrir kl. 16
miðvikudaginn 27. desember.
Snæfellingum óskum við
gleðilegra jóla
og þökkum viðskiptin á árinnu.