Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Síða 31
Ragnar Smári Guðmundsson
Hvað kemur þér í jólaskap?
Samveran með fjölskyldunni og
matarmenningin í kringum jólin
Hver er þín fyrsta
jólaminning?
Þær renna svolítið saman í eitt
hjá mér. Ætli að það sé ekki bara
að opna pakkana við jólatréð sem
barn.
Hver er þín uppáhalds
jólaminning?
Systir mín fékk einusinni grænt
teppi í jólagjöf sem hún fagnaði
mjög. Sagði að það væri einmitt
það sem hana hafi alltaf langað í.
Hún hafði ekki klárað setninguna
áður en hún sleppti teppinu og
sparkaði því undir sófa.
Besta eða eftirminnilegasta
jólagjöf sem þú hefur fengið?
Mér fannst allaf best að fá Liver-
pool búning í jólagjöf. Man þó að
ég fékk einu sinni Liverpool úlpu
sem var alltaf í sérstöku uppáhaldi
hjá mér.
Hver er uppáhalds
jólamaturinn þinn?
Ég hef alist upp við að borða
fisk á aðfangadag. Þá erum við
með steinasteik og allskonar fisk-
tegundir á boðstólnum. T.d. sand-
hverfu, skötusel, rækjur og humar
svo eitthvað sé nefnt. Svo er yfir-
leitt krónhjörtur fyrir þá sem vilja
smá kjöt.
Hvað finnst þér vera besta
jólalagið?
Ég er með tvö jólalög sem koma
mér í gírinn. Það er Stúfur með
Baggalút og Frikka Dór og svo
Þegar þú blikkar með Herra Hnet-
usmjör og Björgvini Halldórs.
Jólaspurningar
Óskum Snæfellingum
gleðilegra jóla
og þökkum samstarfið
á árinu sem er að líða.
Karen Olsen
Hvað kemur þér í jólaskap?
Jólaljósin, jólalög, og enn
betra ef það er snjór.
Hver er þín fyrsta
jólaminning?
Man bara alltaf eftir hvað það
var gaman um jólin því allir
voru heima og saman, að borða
góðan mat og njóta.
Hver er þín uppáhalds
jólaminning?
Ætli það hafi ekki verið þegar
ég fékk kettling í jólapakka, var
svo hrædd við hann að ég þorði
ekki að halda á honum.
Besta eða eftirminnilegasta
jólagjöf sem þú hefur fengið?
Kettlingurinn minn, er senni-
lega eftirminnilegasta jólagjöf-
in.
Hver er uppáhalds
jólamaturinn þinn?
Nautakjötið hjá systur minni
og mág um Áramótin, KLIKK-
AR aldrei.
Hvað finnst þér vera besta
jólalagið?
Last Christmas, allan daginn
og Dansaðu Vindur kemur
sterkt inn líka.
Jólaspurningar