Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Page 36
Miðvikudagskvöldið 13. des-
ember buðu stelpurnar í Út-
gerðinni, Pastel hárstofu og
Snyrtistofunni Glóey upp á létta
jólagleði í Útgerðinni, árleg hefð
sem hefur fest í sessi í bæjarfé-
laginu. Það var gríðarlega góð
þátttaka að þessu sinni og mættu
rúmlega 100 manns á opnuna á
tveimur tímum. Vínstofan í Út-
gerðinni var opin, stelpurnar
buðu upp á tilboð á vörum sín-
um auk þess sem barnafataversl-
unin Mó Mama mætti á svæð-
ið með vönduð barnaföt, Heim-
ir Ívarsson og Marta Pétursdótt-
ir seldu gæs á veisluborðið og
Kári Viðarsson lék lifandi tón-
list fyrir gestina. Fólk verslaði
jólagjafir, gerði vel við sig sjálft
og naut stundarinnar í heima-
byggð. Árlega happdrættið var á
sínum stað þar sem einn hepp-
inn viðskiptavinur var dreginn
út og hlaut veglegan glaðning
frá verslununum. Á meðfylgjandi
mynd eru Nadía og Sóley frá Mó
Mama, Kári Viðarsson sem sá um
tónlistina, María á Pastel Hár-
stofu, Margrét Eir á Snyrtistof-
unni Glóey og Rut frá Útgerðinni.
Þá vantar Maríu og Víglund sem
stóðu vaktina fyrir foreldra sína í
gæsasölunni.
SJ
Jólaopnun hjá Útgerðinni