Garður - 01.10.1945, Side 7
Fylgt úr hlaði
Tímarit það, sem hér hefur göngu sína, mun vera fyrsta alvarlega
tilraunin, sem gerð hefur verið til þess að halda úti málgagni háskóla-
borgara hér á landi.
Stiídentablaðið, sem um langt skeið hefur verið gefið út þann 1.
desember ár hvert, er tilraun í þessa átt, en vitanlega engan veginn
fvllnœgjandi.
Þess ber þó að geta, að fyrir allmörgum árum tóku nokkrir framtaks-
samir menn innan Háskólans sig saman um að gefa Stúdentablaðið út
nokkurn veginn reglulega einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina.
Þetta fyrirkomulag á útkomu blaðsins átti sér þó ekki langan aldur,
því að brátt var aftur liorfið að því ráði að gefa það aðeins út þann 1.
desember, og hefur sá háttur verið á œ síðan.
Seint á árinu 1943 var borin fram í Stúdentaráði Iíáskólans tillaga
þess efnis, að hafin skyldi útgáfa á tímariti stúdenta. Var gert ráð fyrir,
að ritið kœmi út 4 til 5 sinnum á ári og miðlaði lesendum sínum, há-
skólaborgurum og öðrum, margháttuðum fróðleik og skemmtun. Rit-
smíðar var œtlunin að fá frá stúdentum, eldri sem yngri, og áherzlu
átti að sjálfsögðu að leggja á vöndun um efnisval og allan frágang. Til
að sjá um framkvœmdir í málinu var nú skvpuð 7 manna ritnefnd, sem
þegar í stað tók til starfa, en þrátt fyrir virðingarverða viðleitni, varð
nefndinni minna ágengt en skyldi, og varð ekki úr framkvœmdum að
sinni.
Snemma á síðastliðnu vori var málið tekið upp í Stúdentaráði að
nýju, og var þá einróma álit ráðsmanna, að eina leiðin til að tryggja
málinu öruggan framgang vœri að ráða fastan ritstjóra, sem jafnframt
■yrði ábyrgðarmaðwr ritsins. Þótti það liafa sýnt sig rcekilega, að aldrei
mundi vel takast, ef allt vald til framkvœmda yrði fengið í hendur
stórri og svifaseinni ritnefnd.