Garður - 01.10.1945, Blaðsíða 9
GuÖmundur Arnlaugsson cand. mag.:
jr
Islenzkir stúdentar í Höfn
og félagslíf þeirra
A stríðsárunum einangruðust íslenzkir stúdentar í Kaupmannahöfn
frá heimalandinu og engir nýir stúdentar bættust við að heiman. Is-
lenzkir Hafnarstúdentar héldu eigi að síður uppi merkilegu félagslífi,
og segir Guðmundur Arnlaugsson cand. mag. frá því í eftirfarandi grein.
Hann var formaður íslenzka stúdentafélagsins í Kaupmannahöfn síðari
árin. Guðmundur er stærðfræðingur að menntun og tekur nú við
kennslustörfum við Ménntaskólann á Akureyri. Hann er einn af
þekktustu skákmönnum okkar og var einn þeirra, sem sótti skákmót í
Suður-Ameríku fyrir nokkrum árum.
Allir vita að Höfn er sú borg erlendis þar sem flestir Islendingar hafa
komið, en vísast hafa margir ekki gert sér grcin fyrir, hve mikið íslenzkt
félagslíf hefur verið þar frá fornu fari. Það má kalla, að þráðurinn sé
óslitinn frá dögum Fjölnismanna eða lengra aftur, félag hefur tekið við
af félagi, og það. Stúdentafélag, sem nú starfar, er rúmlega fimmtugt.
Þegar ég kom til Hafnar 1933, rak ég mig fyrst af öllu á, að í munni
íslenzku stúdentanna þar var Höfn ótrúlega íslenzk borg. Ilelztu götur
og mótstaðir landa báru íslenzk nöfn auk hinna dönsku, við fjölda staða
voru bundnar minningar u-m íslenzka menn og íslenzk örlög. Að heyra
talað um Austurbrú, Norðurbrú og Vesturbrú var eins og að vera
skroppinn suður í Hafnarfjörð. Flestir munu kannast við Strykið og
Löngu'línu, hreiníslenzk staðanöfn, og þá er Jórukleif ekki lakari -— hún
heitir á dönsku Jorcks Passage — og það orkar víst ekki tvímælum
hvort nafnið lætur 'betur í frónskum eyrum. Fundarstaðir stúdenta
voru á þessum árum helzt á Vatnsenda eða í Strýtu, sem Danir kölluðu
Taarnborg. Vatnsenda munu flestir þekkja, sem til Hafnar hafa komið.
Það er greiðaskálinn við suðurenda Vatnanna og heitir á þarlendu máli
Söpavillonen. — Fyrsta haustið mitt í Höfn átti ég heima í Silfurgötu
30. Mér v-ar sagt, að þar hefði búið íslendingur einhverntíma áður og