Garður - 01.10.1945, Síða 14

Garður - 01.10.1945, Síða 14
12 GARÐUR smíðum. Þannig var Halldór Liljan Laxness um skeið árlega gestur félagsins. Þetta voru nokkur helztu atriðin úr starfsemi félagsins fyrir síðustu .styrjöld og er þó mörgu sleppt, þar á meðal allri baráttu félagsins fyrir hagsmunamálum stúdenta, fjármálalegs og félagslegs eðlis. Öll starf- semi félagsins beindist inn á við til félagsmanna sjálfra, að töluverðu leyti stefndi hún að því að halda við tengslunum við ættjörðina og að .nokkru leyti byggðist hún á utanfélagsmönnum, sem ferð áttu um Höfn. í ófriðarbyrjun varð þegar örðugra um hinn síðastnefnda þátt, .og 1940 lokuðust gersamlega leiðirnar milli íslands og Danmerkur, svo að ekki var um annað að gera en byggja allt á sjálfs sín kröftum. JEftir hernámið vaknaði jafnframt hjá mönnum vitund um að brýn þörf væri einhverra aðgerða til að auka samheldni íslendinga í Ivaup- mannahöfn og þjappa þeim þéttar saman. Sérstaklega virtist liætta á, að þeir landar, sem lykju námi og fengju atvinnu, myndu smám saman draga sig út úr félagsskap landa og hverfa sjónum. Það gekk greiðlega að fá styrk að heiman til aukinnar félagsstarfsemi og síðar bættist hin rausnarlega gjöf gamalla Hafnarstúdenta á fimmtugsafmæli félagsins við, svo að þeirri hlið málsins var borgið. Það er venja í Stúdentafélag- inu, að þegar eitthvað liggur við, koma helztu áhugamenn þess saman til skrafs og ráðagerða. Þessir fundir eru stundum kallaðir „viturra rnanna ráð“. Þegar fenginn var styrkur að heiman, var haklið „viturra rnanna ráð“ til að ráðstafa fénu sem bezt, og þar kom Jón Helgason prófessor með þá tillögu, að efnt yrði til kvöldvakna, þar sem öllum Islendingum í Höfn yrði heimil aðganga. Fyrirmynd þeirra voru þættir er öðru hverju komu í sænska útvarpinu og nefndust rapsódíur. Þær voru þannig úr garði gerðar, að safnað var saman ýmsu og ólí'ku efni, ,er þó allt snerti sama hlut. Þetta er afar frjálslegt form og þægilegt og leizt mönnum vel á að reyna þetta fyrirkomulag um íslenzk efni. Fyrsta kvöldvakan fjallaði, að mig minnir, um Bessastaði. Þar var safnað saman mjög margvíslegu efni, er allt snerti Bessastaði: lesið upp úr Pilti og stúlku Jóns Thoroddsens, Dægradvöl Benedikts Gröndals, ■Dddysseifskviðu í búningi Sveinbjarnar Egilssonar, Malajalöndum Björgúlfs læknis og mörgum fleiri bókum. Þessir þættir voru tengdir saman af framsögumanni eða þul vökunnar. Af öðrum efnum, sem valin •voru á kvöldvökur, má nefna: Úr Skagafirði, Baðstofulíf, Úr óbyggðum,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Garður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.