Garður - 01.10.1945, Page 15

Garður - 01.10.1945, Page 15
ÍSLENZK3R STÚDENTAR í HÖFN OG FÉLAGSLÍF ÞEIRRA 13'. Islendingar í Ilöjn jyrir utan hiísið, sem Jón Sigurðsson átti lengst heima í. Minningar-- tajlan, sem getið er um í greininni, sést vel á myndinni. Jónas Hallgrímsson, íslendingar í fjarlægum löndum, Vesturfarir. Úr' óbyggðum var notað á tveim kvöldvökum og hefði getað enzt í fleiri, og mátti svipað segja um flest hin efnin. Kvöldvökurnar voru haldnar á hálfs mánaðar fresti og önnuðust þeir Jón Helgason prófessor og Jakob Benediktsson bókavörður þær til skiptis. Þær voru mikilvæg og vel þegin nýjung í félagslífi íslendinga í Höfn. Þcir félagar, Jón og Jakob, eru þaulkunnugir íslenzkum bókmenntum og höfðu býsna gott lag á að finna skemmtilega þætti, sem fáir þekktu. Á kvöldvökunum var' reynt að efla söng, en þar tálmaði Söngbókarskortur. Að vísu hafði Stúdentafélagið gefið út söngbók 1937, en sú bók var eingöngu miðuð' við þarfir stúdenta á fundum og skemmtunum þeirra og því ekki hentug. Því var tekið til bragðs að fjölrita söngva fyrir hverja kvöld- vöku. Það var að því leyti gott, að þá var hægt að velja kvæðin í sam- ræmi við efni kvöldvökunnar, en hins vegar var þetta nokkuð erfitt og tímafrekt. Þess vegna réðst Stúdentafélagið í að gefa út söngbók til notkunar á kvöldvökum og öðrum mótuin Islendinga og fckk tiK

x

Garður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.