Garður - 01.10.1945, Síða 17

Garður - 01.10.1945, Síða 17
ÍSLENZIvIR STÚDENTAR í IIÖFN OG FÉLAGSLÍF ÞEIRRA 15 hélt félagið áfram fundastarfsemi sinni sem fyrr, en þó skiptu fundir félagsins talsvert um svip þessi síðustu ár. Jafnframt því, að fátíðara varð að heyra gesti flytja erindi eða fyrirlestra, tók með öllu fyrir þá eðlilegu endurnýjun félagsins, að menn héldu heim til íslands til að af- loknu námi, en nýir stúdentar kæmu í staðinn. Þetta jók nokkuð á fábreytileik félagsins, menn sáu stöðugt sömu andhtin og heyrðu sömu raddirnar á fundum, en umræðurnar breyttu samt smám saman blæ, menn urðu þroskaðri og ræddu rólegar, kappið breyttist nokkuð í for- sjá, en ekki verður þó sagt, að menn þroskuðust almennt til þess að verða meiri mælskumenn eða ræðuskörungar. Hins vegar báru val um- ræðuefna og tök framsögumanna á þeim oft vitni um aukinn þroska og vinnuleikni og ýmsir bættust í hóp ræðunianna, er áður höfðu lítið fengizt við slíkt. Efnin voru síðustu árin nærri undantekningarlaust valin úr íslenzkum menningarmálum. Voru framsögumenn stundum tveir til að skýra efnið frá sem flestum hliðum, og fylgdi þá framsög- unni að gera grein fyrir framtíð þess máls, er um var rætt: hverjar skyldur íslenzku þjóðinni lægju á herðum í þessu efni, ef hún ætlaði að sýna sjálfstæði sitt í verki og hvernig þeim skyldum yrði gegnt á haganlegastan hátt. Það liggur í augum uppi, að slík verkefni gera allmiklar kröfur til frummælanda. Sum þeirra erinda voru birt í Fróni á eftir. Þetta er nú orðið lengra mál en til var ætlazt í fyrstu og er þó eftir að minnast margs, sem sett hefur svip á Stúdentafélagið, svo sem gleði- funda þess og mannfagnaða. Þá margvíslegu erfiðleika á félagsstarf- seminni, er hernám Þjóðverja hafði í för með sér, er heldur ekki tími að rekja nánar, enda hefur þeim verið lýst annarsstaðar. En ég vona, að þau atriði, sem ég hef nefnt, nægi til að lýsa því hvernig Stúdenta- félagið hefur brugðizt við þýðingarmesta hlutverki sínu á þessum styrj- aldarárum. Þau eru ekki athyglisverð af því, að þau séu svo stórfelld eða mikilfengleg, en ef til vill eiga þau rétt á sér hér, vegna þess að þau sýna menningarviðleitni íslenzkra stúdenta, sem verið hafa fjarri ætt- jörðinni á erfiðum tímum og við örðugar aðstæður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Garður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.