Garður - 01.10.1945, Side 20

Garður - 01.10.1945, Side 20
Agnar Þórðarson ca?id. mag.: Heiðarbýlið og Sjálfstætt fólk A ári hverju er skrifaður fjöldi fræðilegra ritgerða og' fyrirlestra í Háskólanum um ýmis efni, um bókmenntir og málfræði, sögu og lög- fræði, læknisfræði, hagfræði, verkfræði o. fl. Þessar ritgerðir og þessi erindi eru samin og flutt í kennslustundum, á rannsóknaræfingum deildanna og í prófum. Það er sjaldgæft, að þessar ritgerðir birtist í tímaritum og er það skaði, því að hér er oft um að ræða vel samdar og vel undirbúnar greinar, sem eiga það skilið, að fleiri heyri og lesi en fámennur liópur prófessora, prófdómenda og deildarbræðra. GARtíUR liefur ákveðið að fylgjast með því eftir beztu getu, livaða rilgerðir hafa þótt merkilegastar og læsilegastar í Háskólanum, háskólaárin áður en ritið kemur út í hvert sinn, og gera sér far um að birta þær þeirra, sem þykja bera af. Að þessu sinni birtist grein eftir Agnar Þórðarson cand. mag., og er það kafli úr langri ritgerð urn tvö þekkt skáldverk í islenzkum bókinenntum, Iíeiðarbýlið eftir Jón Trausta og Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness. Höfundur greinarinnar lauk prófi í íslenzkum fræðum fyrir skömmu. Ilann er sonur Þórðar Sveinssonar prófessors. BJARTUR I SUMARHÚSUM — ÓLAFUR í HEIÐARIIVAMMI Bjartur í Sumarhúsum og Ólafur í Heiðarhvammi gegna hliðstæðu hlutverki, hvor í sinni sögu. En sem menn eru þeir næsta ólíkir, enda tilgangur höfundanna með þeim mjög fjarskyldur. Fyrir Jóni Trausta vakir aðeins að lýsa einum einstaklingi, fyrir Halldóri Iviljan Laxness að lýsa hinum íslenzka bónda í þúsund ár. En lítum nú nánar á, hvernig þeir korna fram í sögunum. Það fyrsta, sem við fáum að vita um Ólaf og Bjart, er að þeir hafa verið lengi í vinnumennsku, sauða- menn. Engin grein er gerð fyrir uppruna Ólafs, þó að hins vegar megi ganga út frá því, að hann hafi verið af líkum uppruna og Bjartur. Um föður sinn segir Bjartur: „Faðir minn varð áttræður án þess að kom- ast úr tvöhundruð króna heilsuskuld við sveitina, frá því hann var

x

Garður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.