Garður - 01.10.1945, Page 22

Garður - 01.10.1945, Page 22
20 GARÐUR hef grafið mig í fönn. Og það var ekki því að þakka, góða fólki, að ég skreið út lifandi að morgni“. Bjartur er svo sem ekki að barma sér. En bak við þessi orð liggur miskunnarlaus 18 ára barátta sauðamanns- ins á Útirauðsmýri við andstæð öfl manna og veðra. — Sjálfstæðisþráin er sá arfur, sem stendur dýpstum rótum í eðli íslendingsins og hefur eflzt og magnazt á liðnum öldum. Og Bjartur, skilgetinn sonur feðranna, hefur ekki farið varhluta af því. Hinn áttræði öldungur, faðir'hans, er samnefnari liðinna kynslóða, sem fæðzt hafa og dáið í skuld. Þar sem skuldin er, þar er engin von um líf. En „sá, sem stendur i skilum, er konungur". Bjarti hefur alltaf verið það ill nauðsyn að þjóna öðrum. Takmark hans í lífinu er sjálfstæði, frelsi. Framtíðardraumar hans hafa frá öndverðu snúizt um það. Ólafur hefur líka átt sínar óskir og framtíðardrauma, en þeir draum- ar hans eiga rót sína að rekja til annars en hjá Bjarti. Ólafur er ást- fanginn maður. Halla er honum ímynd alls unaðar, hann er „sjúkur af ást til hennar“. Að þessu leyti er hann algjör andstæða við Bjart. 1 ástamálum Bjarts kemur alltaf mikið þrek og karlmennska fram, þar bólar ekkert á ncinu „sjúku“. En að Ólafur þrái eins og Bjartur að verða bóndi til þess að öðlast sjálfstæði kemur ekki fram. Margra ára vinnumennska og auðmýking hafa ekki æst upp í honum neinn baráttuhug eins og hjá Bjarti. Ilins vegar eiga þeir sammerkt í því, að þeir eru báðir miklir fjármenn, þó að til þess liggi sín orsök hjá hvor- um. Um Ólaf segir: „Hann þótti verkmaður minni en í meðallagi til flestra algengra verka, lingerður, seinn í snúningum og seinráður og langt frá því Iaus við sérhlífni“. Og honum er strítt mjög, og hann er hæddur. „Þannig varð Ólafur smátt og smátt einrænn og sérlundaður“. Athvarf hans verður sauðkindin. Til hennar leitar hann frá margmenn- inu, og á því eina sviði skarar hann fram úr öðrum, því að Ólafur var hverjum manni fjárgleggri. Ólafur verður því fjármaður, sem af ber — á jlótta jrá lífinu. Bjartur eygir aftur í sauðkindinni tæki þess að sigr- ast á lífinu, öðlast sjálfstæði. Þess vegna verður sauðkindin lífsás hans, eða eins og hann segir: „Þar sem sauðkindin lifir, þar lifir maðurinn“. Á sauðamannsárum sínum hefur því Bjartur komið sér upp svolitlum fjárstofni, þar sem Ólafur hefur aftur safnað peningum, spesíum. Svo einbeittur er Bjartur allt í gegn við takmark sitt, að það getur stundum kornið áhorfanda skoplega fyrir sjónir. Þannig er t. d„ þegar hann

x

Garður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.