Garður - 01.10.1945, Qupperneq 22

Garður - 01.10.1945, Qupperneq 22
20 GARÐUR hef grafið mig í fönn. Og það var ekki því að þakka, góða fólki, að ég skreið út lifandi að morgni“. Bjartur er svo sem ekki að barma sér. En bak við þessi orð liggur miskunnarlaus 18 ára barátta sauðamanns- ins á Útirauðsmýri við andstæð öfl manna og veðra. — Sjálfstæðisþráin er sá arfur, sem stendur dýpstum rótum í eðli íslendingsins og hefur eflzt og magnazt á liðnum öldum. Og Bjartur, skilgetinn sonur feðranna, hefur ekki farið varhluta af því. Hinn áttræði öldungur, faðir'hans, er samnefnari liðinna kynslóða, sem fæðzt hafa og dáið í skuld. Þar sem skuldin er, þar er engin von um líf. En „sá, sem stendur i skilum, er konungur". Bjarti hefur alltaf verið það ill nauðsyn að þjóna öðrum. Takmark hans í lífinu er sjálfstæði, frelsi. Framtíðardraumar hans hafa frá öndverðu snúizt um það. Ólafur hefur líka átt sínar óskir og framtíðardrauma, en þeir draum- ar hans eiga rót sína að rekja til annars en hjá Bjarti. Ólafur er ást- fanginn maður. Halla er honum ímynd alls unaðar, hann er „sjúkur af ást til hennar“. Að þessu leyti er hann algjör andstæða við Bjart. 1 ástamálum Bjarts kemur alltaf mikið þrek og karlmennska fram, þar bólar ekkert á ncinu „sjúku“. En að Ólafur þrái eins og Bjartur að verða bóndi til þess að öðlast sjálfstæði kemur ekki fram. Margra ára vinnumennska og auðmýking hafa ekki æst upp í honum neinn baráttuhug eins og hjá Bjarti. Ilins vegar eiga þeir sammerkt í því, að þeir eru báðir miklir fjármenn, þó að til þess liggi sín orsök hjá hvor- um. Um Ólaf segir: „Hann þótti verkmaður minni en í meðallagi til flestra algengra verka, lingerður, seinn í snúningum og seinráður og langt frá því Iaus við sérhlífni“. Og honum er strítt mjög, og hann er hæddur. „Þannig varð Ólafur smátt og smátt einrænn og sérlundaður“. Athvarf hans verður sauðkindin. Til hennar leitar hann frá margmenn- inu, og á því eina sviði skarar hann fram úr öðrum, því að Ólafur var hverjum manni fjárgleggri. Ólafur verður því fjármaður, sem af ber — á jlótta jrá lífinu. Bjartur eygir aftur í sauðkindinni tæki þess að sigr- ast á lífinu, öðlast sjálfstæði. Þess vegna verður sauðkindin lífsás hans, eða eins og hann segir: „Þar sem sauðkindin lifir, þar lifir maðurinn“. Á sauðamannsárum sínum hefur því Bjartur komið sér upp svolitlum fjárstofni, þar sem Ólafur hefur aftur safnað peningum, spesíum. Svo einbeittur er Bjartur allt í gegn við takmark sitt, að það getur stundum kornið áhorfanda skoplega fyrir sjónir. Þannig er t. d„ þegar hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Garður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.