Garður - 01.10.1945, Page 23

Garður - 01.10.1945, Page 23
heiðarbýlið og sjálfstætt fólk 21 rankar við sér háttaður í rúmi sonarins á efsta bænum í Jökulsárdal, er hann hafði brotizt ísbrynjaður frá hvirfli til ilja gegnum iðulausa storhríð, þá var það fyrsta, sem hann spurði feðgana hásum rómi und- an sænginni: „Yoru þið búnir að taka lömb?“ Um Islendinga hefur oft verið sagt, að þeir væru dulir og tómlátir. Bjartur er ekki heldur fyrir að bera tilfinningar sínar á hurðir. Bæði ytri og innri ástæður hafa kennt honum að hafa hemil á sér, gefa aldrei a sér höggstað. Það er í senn vörn og flótti. Bjartur er mjög hræddur við allt „sentimentalitet“, tilfinningasemi. Þegar hann þarf að leyna tilfinningum sínum, grípur hann til skáldskaparins. Þannig getur hann ekki • sagt Rauðsmýrarmaddömunni lát Bósu í venjulegum orðum, heldur fór með vísu og lagði höfuðáherzluna á miðrímið: Hjörðin mín er ekki öll, engin greini og Ijósin, jörðin þín er freðin fjöll, fallin eina rósin. Og oft, þegar tilfinningarnar eru mestar, getur það tekið á sig af- káralcgar myndir, jafnvel mannvonzku og hrottaskapar. Ilvernig Bjart- Ur dylur tilfinningakvikuna undir skorpunni, getur minnt á Skarphéðin Njálsson (sbr. Á Njálsbúð eftir Einar Ól. Sveinsson, Rvík -1943, bls. 110). Þetta eru hin tvö andlit hins íslenzka lundarfars, annað, sein veit út og norður, og hitt, sem engii.n fær að sjá. Ólafur er hins vegar mjög opinskár um tilfinningar sínar, segir sr. Halldóri frá stúlku, sem hann unni, „og ruglaði í hann öllum sínum hjartans áhugamálum“. „Ólafur hugsaði löngum um Höllu sína, þegar hann stóð yfir fénu uppi í högunum. Ilann útmálaði fyrir sér mcð mörgum og Ijósum lit- um þá hamingju, sem hann yrði aðnjótandi, ef hann fengi hennar“. llósa Þórðardóttir hafði líka verið mannsefni sínu samtíða á sveita- heimili, hreppstjórasetrinu. Bjartur hafði lengi verið hrifinn af Bósu á sinn hátt. „Hann hafði alltaf sagt: Þarna er stúlka, sem hugsar sitt og lætur ekki flangsa utan í sér, þessari skal ég giftast og kaupa jörð“. Og hann er stoltur að hafa leyst hana úr ánauð og undan oki skáldko.n- unnar á Útirauðsmýri. „Ég er frjáls maður. Og þú ert frjáls kona“.

x

Garður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.