Garður - 01.10.1945, Page 24

Garður - 01.10.1945, Page 24
22 GARÐUR En þó að Bjarti hafi litizt vel á Rósu, þá er hjónabandið fyrst og fremst nauðsyn vegna búskaparins. Enginn búskapur án konu. Þessu er alveg öfugt farið um Ólaf. Fyrir Ólafi er hjónabandið eða nánar til tekið Halla takmark í sjálfu sér. En til þess að geta öðlazt þetta mikla hnoss, þarf hann að geta boðið upp á eitthvað, þess vegna safn- ar hann peningum. Þó er Ólafur svo framsýnn að sjá, að það var mikill kostur á Höllu, hvílíkt búkonuefni hún var. Einnig kitlar það hégómagirni hans, hvað „öllum bar saman um það, að Halla var lag- leg stúlka“, því að hann hafði ekki „Ijósa hugmynd um sínar eigin kröfur til kvenlegrar fegurðar“. En það er ekkert atriði fyrir Ólaf, hvort þau reka sjálfstæðan búskap eða eru áfram í húsmennsku. Halla sker úr því. Það kemur manni því dálítið einkennilega fyrir, að Ólafur skyldi ekki hugsa meir um það, að aðkoman væri sem vistlegust fyrir Höllu, þegar hún kæmi í Heiðarhvamm. „Ólafur hafði látið farast fyrir að líta eftir bænurn að innan, þegar hann var þar á ferð áður um vorið. Allur hugur hans hafði hneigzt að því að koma kindunum fyrir og líta eftir högunum“. Aðkoma Rósu í Sumarhús var þá ólíkt viðkunnanlegri. Bjartur hafði fyrir maskínuskrifli, sett þurra reiðingstorfu í hjónarúmið og enn fremur dregið að ýmisskonar kaupstaðarvöru. Bjarti er ekkert lýst að útliti og ekki að klæðaburði nema þá í ákveðnum tilgangi, eins og drepið hefur verið á. Ólafi er aftur lýst mjög ýtarlega: „Hann var flestum mönnum óásjálegri. Hann var frem- ur lítill vexti og samsvaraði sér illa. Búkurinn var of langur í hlutfalli við aðra líkamshluta, bakið bogið og lendarnar hoknar. Handleggirnir voru langir, en linir og vöðvalitlir, höfðu aldrei við mikið erfiði fengizt og sýndust bezt til þess fallnir að slettast aðgerðalausir fram og aftur með síðunum eða krossleggjast á bakinu. Skrefið var stutt, en fæturnir stórir og bognir inn á við, og þegar þeir voru klæddir í stóra og stag- bætta hrossleðursskó og skinnleista, sem reyrðir voru að leggnum fyrir neðan hné, en brettu út börmunum fyrir ofan 'bindinginn, svo þeir stóðu í allar áttir og voru jafnan glerharðir og skrjáfuðu við — þannig voru þeir oftast til fara — þá varð varla sagt, að fótaburðurinn væri tiltak- anlega fríður eða fimlegur.........Ólafur var fremur ófríður ásýndum. Nefið var breitt og nokkuð flatt, munnurinn víður og hakan fremur lítil, ennið lágt og breitt og andlitið allt sviplítið. Hörundið var brúnt

x

Garður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.