Garður - 01.10.1945, Síða 24

Garður - 01.10.1945, Síða 24
22 GARÐUR En þó að Bjarti hafi litizt vel á Rósu, þá er hjónabandið fyrst og fremst nauðsyn vegna búskaparins. Enginn búskapur án konu. Þessu er alveg öfugt farið um Ólaf. Fyrir Ólafi er hjónabandið eða nánar til tekið Halla takmark í sjálfu sér. En til þess að geta öðlazt þetta mikla hnoss, þarf hann að geta boðið upp á eitthvað, þess vegna safn- ar hann peningum. Þó er Ólafur svo framsýnn að sjá, að það var mikill kostur á Höllu, hvílíkt búkonuefni hún var. Einnig kitlar það hégómagirni hans, hvað „öllum bar saman um það, að Halla var lag- leg stúlka“, því að hann hafði ekki „Ijósa hugmynd um sínar eigin kröfur til kvenlegrar fegurðar“. En það er ekkert atriði fyrir Ólaf, hvort þau reka sjálfstæðan búskap eða eru áfram í húsmennsku. Halla sker úr því. Það kemur manni því dálítið einkennilega fyrir, að Ólafur skyldi ekki hugsa meir um það, að aðkoman væri sem vistlegust fyrir Höllu, þegar hún kæmi í Heiðarhvamm. „Ólafur hafði látið farast fyrir að líta eftir bænurn að innan, þegar hann var þar á ferð áður um vorið. Allur hugur hans hafði hneigzt að því að koma kindunum fyrir og líta eftir högunum“. Aðkoma Rósu í Sumarhús var þá ólíkt viðkunnanlegri. Bjartur hafði fyrir maskínuskrifli, sett þurra reiðingstorfu í hjónarúmið og enn fremur dregið að ýmisskonar kaupstaðarvöru. Bjarti er ekkert lýst að útliti og ekki að klæðaburði nema þá í ákveðnum tilgangi, eins og drepið hefur verið á. Ólafi er aftur lýst mjög ýtarlega: „Hann var flestum mönnum óásjálegri. Hann var frem- ur lítill vexti og samsvaraði sér illa. Búkurinn var of langur í hlutfalli við aðra líkamshluta, bakið bogið og lendarnar hoknar. Handleggirnir voru langir, en linir og vöðvalitlir, höfðu aldrei við mikið erfiði fengizt og sýndust bezt til þess fallnir að slettast aðgerðalausir fram og aftur með síðunum eða krossleggjast á bakinu. Skrefið var stutt, en fæturnir stórir og bognir inn á við, og þegar þeir voru klæddir í stóra og stag- bætta hrossleðursskó og skinnleista, sem reyrðir voru að leggnum fyrir neðan hné, en brettu út börmunum fyrir ofan 'bindinginn, svo þeir stóðu í allar áttir og voru jafnan glerharðir og skrjáfuðu við — þannig voru þeir oftast til fara — þá varð varla sagt, að fótaburðurinn væri tiltak- anlega fríður eða fimlegur.........Ólafur var fremur ófríður ásýndum. Nefið var breitt og nokkuð flatt, munnurinn víður og hakan fremur lítil, ennið lágt og breitt og andlitið allt sviplítið. Hörundið var brúnt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Garður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.