Garður - 01.10.1945, Page 27

Garður - 01.10.1945, Page 27
heiðarbýlið og sjálfstætt fólk 25 víman fór að renna af honum og ekkert annað tók við og barnið angrar hann, fjarlægjast þau hvort annað. Þó að Bjartur vissi ekki, hvernig komið væri högum Rósu, þegar hann kvæntist henni, hafði hann þó tortryggt hana. Er þau koma í Sumarhús eftir brúðkaupið, segir Rósa, ■að hún sé hrædd um, að sér bregði við eftir stóru gluggana á Rauðs- niýri, þá svarar Bjartur snöggt: „Það kynni ekki að vera, að þú sakn- aðir einhvers annars“. Bjartur er ólíkt næmari fyrir geðhrifum konu sinnar en Ólafur, hann vakir yfir öllum svipbrigðum hennar og látæði eins og maður í fjárhættuspili. Á morgnana undraðist hann, „að hún, sem svaf svo sakleysislega, skyldi hafa elskað aðra menn og ekki viljað segja það, hún, sem ævinlega hafði verið svo stillt, svo ólík því að vera til í tusk“. Og hann sá það og fann til þess, að „þegar hún svaf, var hún sæl, en þegar hún vaknaði, sá hann vonbrigðin í augum hennar, og þess vegna hafði harm ekki skap til að vekja hana". Þegar út í búskapinn kemur, reynast þeir líka jafnólíkir Ólafur og Bjartur. Áhyggjur einyrkjabúskaparins og erfiðleikar vaxa Ólafi í aug-

x

Garður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.