Garður - 01.10.1945, Page 31

Garður - 01.10.1945, Page 31
heiðarbýlið og sjálfstætt fólk 29 Stúdentar jrá Menntaskólanum á Akureyri lOjfj. það, sem hann á. Svona hugsaði Bjartur í Sumarhúsum". Raunsæi hans dofnar aldrei. Bjartur er á móti öllu, sem ekki kemur heim við reynslu hans sjálfs og skoðanir: samtökum, vatnafiski, fuglaketi. Jafnvel í bók- um er ekki allt satt, og meira að segja þó að það sé bib'lían, „því enginn er kominn til að hafa hemil á því, sem stendur í bókum“. Þetta er hin kalda skynsemi Islendingsins, sem svo oft hefur bjargað honum frá heiftúð og þröngsýni og framar öllu frá trúarofstæki liðinna alda. Rimur eru miklu merkilegri en biblían því „rímið er sannleiki út af fyrir sig, ef það er rétt“. Svo tortrygginn er Bjartur að óreyndu, að fari einhver að beita sér fyrir hagsmunum hans og þó sérstaklega, ef. einhver stórmenni takast slíkt á hendur, þá hljóti eitthvað annað að búa undir. Bjartur gerir grcinilegan mun á sér og sínum líkum og þeim stóru. „Landsstjórnin“, segir hann, „er og verður fyrir þá stóru.......

x

Garður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.