Garður - 01.10.1945, Side 36

Garður - 01.10.1945, Side 36
34 GARÐUR þrá eftir einhverju“. Eins var Ilósa farin að sætta sig við hlutskipti sitt, hún hafði hugsað með tilhlökkun til þess, að barnið hennar ætti eftir að alast upp við bæjarlækinn á heiðinni eins og hún við bæjarlækinn heima. Samanburði með þeim Finnu, seinni konu Bjarts, og Höllu er ekki hægt að koma við, því að Finnu gætir lítt eða ekki sem einstaklings. Hún leikur aðeins hlutverk hinnar veiku móður á baksviðinu. í lífi Höllu eru þrír menn: elskhuginn, sr. Halldór; eiginmaðurinn, Ólafur, og Þorsteinn, sem lengi hafði verið henni kær í huganum, þótt aldrei leidd- ist hún til neins. I lífi Bjarts eru sömuleiðis þrjár konur: konan, sem hann hafði unnað lengi, Rósa, húsdýrið Finna og lífsblómið Ásta Sól- lilja. Sögunni af Höllu, Ileiðarbýlinu, íýkur með því, að Halla flyzt nið- ur í byggð — kauptúnið. Halla er komin í gegnum hreinsunareldinn, miklar mannraunir og áhættur. Iíún getur nú horft með mildi yfir liðna ævi. Þó getur hún jafnvel efazt um, hvort það hafi verið rétt af henni að flytja í Heiðarhvamm. María Ragúelsdóttir hefur leyst hana úr álögum. Nú brosir lifið við henni. Og þó að Halla hafi gefizt upp við heiðabúskapinn, þá er hitt meiri sigur — sigur hennar yfir sjálfri sér og fortíðinni. Nú er hún fyrst sátt við allt og alla. Mannfélagið, sem hún hafði $agt sig úr lögum við, tekur við henni tveim höndum. En Bjartur í Sumarhúsum er í lokin orðinn útlaginn Bjai'tur í Urð- arseli.

x

Garður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.