Garður - 01.10.1945, Side 37

Garður - 01.10.1945, Side 37
Fyrsti kvenguðfræðingur * Islands Viðtal við frú Geirþrúði Hildi Bernhöft cand. theol. Hvernig ætli lesendur Garðs *hugsi sér fyrstu konuna, sem lokið hefur guðfræðiprófi á íslandi? Ætli þeir hugsi sér hana þungbúna og dökkklædda, sífellt skrýdda hempu og hökli og tónandi hátíðlegri raustu: „Drottinn sé með yður“? Eg er að hugsa um þetta, þegar ég geng um Garðastrætið einn þung- brýndan septemberdag árið 1945. — Og ég brosi með sjálfum mér, þegar þessum setningum skýtur upp í huga mér, — vegna þess, að ég Veit hvernig fyrsti íslenzki kven-guðfræðingurinn lítur út. Eg er á leiðinni að heimsækja fyrstu íslenzku konuna, sem lokið hefur prófi í guðfræði við Háskóla íslands og hefur nú fuill réttindi til að- taka vígslu og prestsembætti, hvenær scm henni sýnist. Þessi kona er frú Hildur Bernhöft. Hún er dóttir þeirra hjónanna ■Jóns Sivertsen, fyrrum skólastjóra Verzlunarskólans, og konu hans, frú Iíildar. Ilildur yngri er gift Sverri Bernhöft stórkaupmanni í Reykja- vík. — Frú Iíildur Bernhöft tekur á móti mér í fordyrinu. Fjórtán mánaða görnul dóttir hennar er við hlið liennar og kallar ,,Babba“, þegar hún heyrir útidyrahurðinni lokið upp og verður fyrir nokkrum vonbrigðum, þegar hún sér, að það er ókunnugur maður, sem kemur inn. Frú Hildur leiðir mig ti'l stofu. Þau hjón eiga myndarlegt heimili. Og guðfræðingurinn, sem situr andspænis mér, er ung kona, fríð sýnum. Hún er röskleg í fasi og talar jafn-hiklaust um kirkjusögu, há- skólanám og heimilishald. — Er það ekki áreiðanlegt, að þú sért fyrsta konan, sem tekur guð- fræðipróf hér á landi? spyr ég. — Jú, á því er víst enginn vafi. 3

x

Garður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.