Garður - 01.10.1945, Page 38

Garður - 01.10.1945, Page 38
36 GARÐUR — En þær eru nokkrar, sem lokið hafa embættisprófi í öðrum grein- um, er ekki svo? — Jú, nokkrar hafa tekið læknapróf, og ein lögfræðipróf, það er frú Auður Auðuns. — En ert þú eina konan, sem lagt hefur stund á guðfræðinám? — Nei, fleiri hafa innritazt í deildina og hafið þar nám, þótt ég sé sú eina, sem hefur runnið skeiðið til enda. — Geturðu sagt okkur, hvað það var, fyrst og fremst, sem olli því, að þú valdir þér einmitt guðfræðina að viðfangsefni í Háskólanum? — Nei, ég er hrædd um, að ég geti ekki gefið þér fullnægjandi svar við þeirri spurningu. Hitt get ég sagt þér afdráttarlaust, að þegar á menntaskólaárum mínum var ég ákveðin í því, að þessa námsgrein skyldi ég velja mér, ef það ætti fyrir mér að liggja að stunda háskóla- nám. — Og þú hefur ekki orðið fyrir vombrigðum með námið? — Nei, síður en svo. Ég er sannfærð um, að ég hef valið rétt. Nám. guðfræðinema er mjög athyglisvert, og það er miklu fremur alhliða en þið haldið, sem ekki eruð kunnugir því. Má til dæmis minna á það, að kirkjusagan, bæði sú innlenda og erlenda, gfefur geysi-víða yfirsýn um sögu íslands og alls heimsins. Og þá má ekki gleyma grískunni. Grískunámið er bæði ágæt þjálfun í málfræði- og máJanámi yfirleitt,

x

Garður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.