Garður - 01.10.1945, Síða 39

Garður - 01.10.1945, Síða 39
I’YRSTI KVENGUÐFRÆÐINGL'R ÍSLANDS 37 °g þar að auki mikilsverður lykill að samanburðarmálfræði fyrir þá, sem leggja vilja stund á þau vísindi. Guðfræðinámið getur að mínum dómi verið hagkvæmt fleirum en þeim, sem gefa sig eingöngu að prest- skap. Eg er sannfærð um, að það er hinn prýðilegasti undirbúningur undir margskonar kennslustörf og uppeldisstarfsemi. — Þú laukst prófi í vor? — Já, Sl. maí s.l. vor var prófraunin á enda. Ég lauk náminu á fjórum árum samtals. Fyrst las ég í þrjú ár, gifti mig svo og tók mér hvíld, — þá fæddist dóttirin, sem þú sást þarna frammi áðan. Svo tók eg til óspilltra málanna á nýjan leik og lauk prófinu í vor, eins og ég sagði þér. — Um hvað fjallaði prófritgerð þín? — Það er nú saga að segja frá prófritgerðinni minni. Eg byrjaði nefnilega á tveimur prófritgerðum, þótt ég lyki aðeins annarri. Fyrst hóf ég undirbúning ritgerðar um Kirkjubæjarklaustur og — ■— — Nei, það var skemmtilegt . . . — Já, vertu nú rólegur. Víst var það skemmtilegt viðfangsefni. En það var ekki auðgert að ljúka við það, eins og á stóð. Það kom nefni- 'lega í ljós, að ýrnis þeirra gagna, sem ég þurfti á að halda til að ganga frá ritjterðinni, voru geymd austur á Flúðum á stríðsárunum, og ég hafði ekki tök á því að notfæra mér þau. Ég varð því að hverfa frá Kirkjubæjarklaustri og velja mér nýtt viðfangsefni í prófritgerð. — Og fyrir valinu varð? — Smurningin í Betaníu. — Þú verður að afsaka, að ég er dálítið ryðgaður í kristnum fræð- um. Hvað var smurningin í Betaníu, með leyfi að spyrja? Frú Hildur brosir lítillega. — Það er sagan um smurningu Krists. Hún er í öllum guðspjöllun- um, en nokkuð frábrugðin sumstaðar. Ritgerð mín var samanburður á frásögn guðspjallanna. — En ertu alveg horfin frá því að semja sögu Kirkjubæjarklausturs? — Það má vel vera, að ég athugi hana nánar síðar, ef mér vinnst tími og tækifæri til. Það er ekki skemmtilegt að hverfa ffá hálfloknu verki. En ég get ekkert ákveðið um það enn sem komið er. — Gerirðu ráð fyrir að taka prestsvígslu? — Um það get ég ekkert sagt, að svo komnu rnáli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Garður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.