Garður - 01.10.1945, Side 41
Magnús Jónsson stud. jur.:
Stúdentagarðarnir
INNGANGUR
Þegar ritstjóri „Garðs“ fór þess á leit við mig, að ég ritaði grein um
Stúdentagarðana í tímarit stúdenta, var það með nokkurri tregðu,
sem ég féllst á að verða við þeirri ósk. Taldi ég mig ekki svo kunnugan
forsögu Stúdentagarðanna, að ég gæti tekið þetta hlutverk að mér, en
hins vegar vel við eigandi að birta í fyrsta hefti þessa stúdentatímarits
ítarlega grein um Stúdentagarðana, því að bygging þeirra er að ýmsu
leyti einn merkasti þátturinn í sögu háskólans. Þá ber einnig nafn
þessa tímarits það með sér, hversu mikilvæg Garðarnir og garðlífið
eru í félagsmálum stúdenta. Er því hér um mikilvægt efni að ræða, og
verð ég því að biðja lesendur að virða á betri veg, þótt stiklað sé á
stóru í forsögu Garðmálsins.
UNDIRBÚNINGUR OG FRAMKVÆMDIR
Fram að þeim tíma, er Háskóli Islands var stofnaður árið 1911,
stunduðu flestir íslenzkir stúdentar háskólanám í Danmörku. Nutu
þeir ýmissa hlunninda þar, einkurn Garðvistar, vegna réttarstöðu ís-
lands í danska ríkinu. Eftir að fullt skipulag var komið á 'háskóla-
kennsluna hér heima, tóku flestir íslenzkir stúdentar að stunda fram-
haldsnám við Háskóla íslands í þeim greinum, sem þar voru kenndar.
Með sambandslögunum 1918 féllu svo niður sérhiunnindi íslenzkra
stúdenta við háskólann í Kaupmannahöfn.
Skömmu eftir 1920 fara að heyrast raddir um það, að nauðsynlegt
sé að reisa Stúdentagarð hér á landi. Mun það hafa þótt vel tilhlýði-
legt, að íslenzka þjóðin sýndi menntamönnum sínum það, að þeir