Garður - 01.10.1945, Side 42

Garður - 01.10.1945, Side 42
40 GARÐUR þyrftu ekki að búa við lakari kjör eftir fullveldisviðurkeiyiinguna en áður, og þjóðinni væri það .nokkur metnaður, að hlúa vel að æðstu menntastofnun sinni og nemendum hennar. Stúdentar sjálfir höfðu þó eðlilega forgöngu um að hrinda þessu máli í framkvæmd, en áform þeirra mætti strax skilningi hjá þjóðinni. Fyrsta fjársöfnun fór fram árið 1923. Var þá efnt til happdrættis til ágóða fyrir væntanlegt stúdentaheimili. Voru happdrættismiðar seld- ir hér í líeykjavík 1. des., sem stúdentar héldu þá í fvrsta sinn hátíð- legan sem stúdentadag og minntust fu'llveldisins. Nefnd prófessora og háskólastúdenta sá um happdrætti þetta, en Lúðvík Guðmundsson var formaður nefndarinnar. Stúdentaráð valdi nefndarmennina. Nefndinni bárust að gjöf þýðingar á tveimur bókum, „Pan“ í þýðingu Jóns Sig- urðssonar frá Kaldaðarnesi og „Abdallah“ í þýðingu Sigurðar Ivr. Pét- urssonar. Var fyrri bókin gefin út af Stúdentaráði, en handrit hinnar síðari selt og rann allur ágóðinn í Stúdentagarðssjóðinn. Eftir að Happdrættisnefndin lauk störfum, var kjörin af Stúdentaráði sérstök Stúdentagarðsnefnd, sem starfaði allt til ársins 1934. Störfuðu margir mætir menn í nefndinni þessi ár, en hún var kosin til eins árs í senn, og reyndist nefndin hugvitssöm um fjársöfnun. Var Lúðvíg Guð- mundsson fyrst formaður nefndarinnar, en síðan Þorkell Jóhannesson og loks Pétur Sigurðsson, háskólaritari. Of langt mál yrði að minnast allra þeirra, sem hér lögðu hönd á plóginn og unnu endurgjaldsiaust mikið og óeigingjarnt starf, en allir þeir stúdentar, sem síðan hafa notið þeirra hlunninda að búa á Garði, munu minnast þeirra með þakklæti. I fyrstu var fyrirhugað að reisa Stúdentagarðinn á Skólavörðuholt- inu og var meira að segja byrjað að grafa þar fyrir grunni hans árið 1929, en þá var hætt við frekari famkvæmdir í bili vegna fjárskorts. Má það teljast hið mesta happ, að framkvæmdir stöðvuðust þá, því að það hefði verið mikið óhagræði að hafa Garð á þeim stað. Þegar aftur var svo hafizt handa árið 1933, var orðið samkomulag um það í Stúdentagarðsnefndinni og Stúdentaráði að reisa Garð þar sem hann stendur nú, á því svæði, er ætlað var fyrirhuguðu háskólahverfi. Eðlilega komu fram margar og úlíkar skoðanir á því, hvernig Garði yrði haganlegast fyrirkomið og hentugast útbúinn. Er ástæðulaust að gera grein fyrir þeim sjónarmiðum hér, en óhætt muri að fullyrða, að

x

Garður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.