Garður - 01.10.1945, Page 43

Garður - 01.10.1945, Page 43
STÚDENTAGARÐARXIR 41 Gamli Garðar. lokaákvarðanirnar reyndust heppilegar og réttar. Var Garður að lokum reistur eftir uppdrætti Sigurðar Guðmundssonar arkitekts. Hornsteinn að húsinu var lagður 1. des. 1933, en Stúdentagarðurinn var fullgerður árið 1934, og átti hann því tíu ára afmæli í fyrra, en af eðlilegum ástæð- um var lítið um dýrðir í tilefni þess. MINNISMERKI FULLVELDISINS Hér hefur verið drepið á helztu atriðin í forsögu Stúdentagarðsins, sem nú gengur undir nafninu Gamli Garður, enda þótt naumast verði sagt, að hann hafi enn slitið barnsskónum. Enn er þó ógetið merkasta atriðsins í forsögu Garðs, en það var sú ákvörðun Stúdentaráðs, að Stúdentagarðurinn skyldi reistur til minningar um fullveldisviðurkenn- inguna 1918. Lét Stúdentaráð árið 1923 gera bók eina mikla, fagurlega bundna í selskinn og búna drifnum messingskjöldum og hespum. Var tií þess ætlazt, að í hana riti þeir karlar og konur nöfn sín, sem styðja vilja íslenzkan stúdentagarð og minnast fullveldis íslenzku þjóðarinnar, eins og segir á titilblaði bókarinnar. Ilefur fjöldi fólks ritað höfn sín í bók þessa og jafnframt látið af hendi nokkurt fé, sem runnið hefur í sjóð Stúdentagarðsins. íslenzkir stúdentar hafa ætíð staðið framarlega í frelsisbaráttu þjóð-

x

Garður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.