Garður - 01.10.1945, Síða 46
44
GARÐUR
GARÐUR HERNUMINN
En þá kom reiðarslagið. Erlendur her steig á land á Islandi í maí
1940 og lagði Stúdentagarðinn ])egar undir sig. Garðstjórn mótmælti
þessum yfirgangi, en allt kom fyrir ekki, því að nú var komin styrjöld,
og þá er það ætíð sá sterki, sem ræður.
Svo mikið hefur verið rætt og ritað um hernám Garðs og alla þá
erfiðleika, sem íslenzkir háskólastúdentar urðu við að stríða í sam-
bandi við það, að óþarft er að rekja þá sögu hér. Hvað eftir annað var
þess krafizt, að Garður yrði rýmdur, en allt kom fyrir ekki, og Garður
var ekki afhentur stúdentum aftur til umráða fyrr en í lok ágústmán-
.aðar árið 1945 — eftir rúmlega fimm ára hernám.
NÝI GARÐUR REISTUR
Hernám Garðs vakti mikla gremju, ekki aðeins meðal háskólastúd-
■enta, heldur allrar þjóðarinnar. Var það líka eðlilegt, þar sem erlendur
gunnfáni blakti nú yfir því húsi, sem þjóðin hafði reist til minningar
um fengið fullveldi. Mun brezka herstjórnin naumast hafa gert sér
ljóst, hversu dýrmætur þessi staður var í augum þjóðarinnar.
Þegar sýnt var, að ekki var auðið að fá Garð rýmdan, og ástandið
var slíkt, að ekki var annað sýnna en margir stúdentar yrðu að hætta
við nám um óákveðinn tíma, var hafizt handa um byggingu nýs stúd-
entaheimifis. Að vísu hafði áður verið gert ráð fyrir því, að annar
iStúdentagarður vrði reistur, enda þess full þörf vegna mikillar fjölg-
unar stúdenta, en þó var að ýmsu leyti óhagstætt að ráðast í þær fram-
kvæmdir á dýrasta tíma, en það var ekki um annað að ræða.
Á almennum stúdentafundi, sem haldinn var 23. marz 1942, var
•einróma samþykkt að hefjast handa um byggingu nýs Stúdentagarðs
og sjö manna nefnd fálið að sjá um allar framkvæmdir. Tilnefndi há-
skólaráð tvo menn, próf. Agúst II. Bjarnason og próf. Alexander Jó-
hannesson, Stúdentaráð tvo menn, Benedikt Bjarklind, stud. jur., og
Pétur Thorsteinsson, stud. jur., Garðstjórn tvo menn, Ásberg Sigurðs-
•son, stud. jur., og Lárus Pétursson, stud. jur., og ríkisstjórnin einn mann,
Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóra, sem einnig var formaður Garðstjórnar.
Alexander Jóhannesson var kosinn formaður neíndarinnar.
Nefnd þessi starfaði af fádæma dugnaði og ósérplægni, en allar