Garður - 01.10.1945, Page 47

Garður - 01.10.1945, Page 47
STÚDEN TAGARÐARNIR ■45 • Borðstofan á Gamla Garði. óskir hennar mættu þegar hinum ákjósanlegasta skilningi. Má segja, að allir, sem leitað var til, hafi verið boðnir og búnir að greiða fyrir þessari fyrirætlun, sem í rauninni verður að teljast hið mesta glæ'fra- fyrirtæki, þegar þess er gætt, að verkið var hafið með tvær hendur tómar. Enn var leitað til þjóðarinnar og hún brást svo vel við kallinu, að hina allra bjartsýnustu hafði aldrei drevmt um slíkar undirtektir. Verkið var hafið strax vorið 1942 og má af því ráða, að nefndar- menn hafa haft nóg að starfa. Þegar í stað var fengin lóð innan há- skólahverfisins, gegnt Gamla Garði og í flýti var leitað til Sigurðar Guðmundssonar, arkitekts, um teikningar að húsinu og Ieysti hann það verk fljótt og vel af hendi. Sótt var um styrk til Alþingis og bæjar- stjórnar Reykjavíkur og reyndist hvorttveggja auðsótt. Síðan var leit- að til sýslu- og bæjarfélaga og einstaklinga með þeim undraverða ár- angri, að á skömmum tíma hafði verið gefið endurgjaild allra herbergja á Garði, 60 að tölu, en áætlað var, að hvert herbergí myndi kosta tíu:

x

Garður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.