Garður - 01.10.1945, Blaðsíða 49
STÚDENTAGARÐARNIR
47
LOKAORÐ
Eg hef orðið nokkuð langorður, en þó aðeins stiklað á helztu atrið-
unum í sögu Stúdentagarðanna. Eins og ég gat um í upphafi, er saga
þeirra merkasti þátturinn í félagsmálum íslenzkra stúdenta og því efni
í margar greinar.
Tveir Stúdentagarðar eru nú tií afnota fyrir stúdenta og það er
þeirra, að gera Garðana fræga. Þjóðin hefur hér veitt menntamönnum
sínum stórkost'legar gjafir og það er þeirra að sýna í verki, að þeir verð-
skuldi þær. Islenzkir háskólastúdentar, sem búa á Stúdentagörðunum
nú og í framtíðinni, mega aldrei gleyma því, að þessi glæsilegu hús eru
ávöxturinn af vinnu og erfiði almennings í þessu landi. Þeim ber því
hverjum og einum siðferðileg skylda til þess að leitast við að skapa
þann heimilisbrag á Görðunum, að til fyrirmyndar sé og nota allan
sinn námstíma hér í háskólanum til þess að búa sig sem bezt undir það
að geta orðið þjóðinni að sem beztu liði í baráttu hennar fyrir auknum
framförum, aukinni menningu og aukinni velmegun allra landsins
barna. Þannig launum vér þjóð vorri bezt fyrir allt það, sem hún hefur
fyrir oss gert.
Gamansamar íundargerðir
Fundargerðir Stúdentafélags Reykjavík-
Tir voru oft kryddaðar glensi og gamni.
Ein fundargerðin er til dæmis á þessa
leið:
,,5. fundur var lialdinn laugardagskvöld-
ið 11. nóvember á venjulegum stað og
tíma.
„Fáir mættu, fáir drukku frá sér vitið,
formann engan fékk ég litið,
fundi var um síðir slitið!“
Annað stendur ekki í fundarbókinni það
kvöldið.
★
Auðséð er það á fundabókunum, að
stundum liafa menn slökkt þorsta likam-
ans á fundunum eigi síður en andans.
27. janúar 1895 hélt Axel Tulinius ræðu
á Stúdentafélagsfundi um símasamband
milli Islands og Bretlands og samþykkti
fundurinn að róa að því öllum árum, að
síminn kæmist á. Þá endar fundarritarinn
íundarbókina með því að snúa erindi úr
Blómslurvallarímum á þessa leið:
„01 í maga öld fékk rennt
eins og haga þótti;
ýsur draga list var lént,
líka að slaga í söngva rnennt".
★
Einliver einkennilegasta fundargerðin í
bókum Stúdentafélagsins er þessi:
„Þann 7. apríl (1894) var fundur hald-
jnn á venjulegum stað og stundu. Þar
mætti „eliten" af Stúdentafélagsins með-
Iimum, nefnilega fyrrverandi formaður
Axel Tulinius og hafði með sér sem gest
vorn elskulega vert J. G. Halberg. Þeir
skemmtu sér ágætlega til kl. 1 f. m. þann
8. Það var mjög friðsamur fundur. Fundi
var þá slitið. Ax. T.“.