Garður - 01.10.1945, Page 52

Garður - 01.10.1945, Page 52
Björn Siofússon háskólabóhavörður: Háskólabókasafnið Þegar Háskólinn nýi var reistur suður á Melunum, komst bóka- safn skólans í rúmgóð og glæsileg húsakynni. Hefur það bætt mjög námsskilyrði stúdenta, sem sækja þangað allan ársins hring, en þó mest meðan háskólaárið stendur yfir, sem vænta má. — Bókavörður Háskólans liefur verið Einar 01. Sveinsson, dr. pliil., en þegar hann tók við prófessorsembætti í bókmenntasögu af próf. Sigurði Nordal tók dr. Björn Sigfússon við bókavörzlu. — Það er mjög mikilsvert, að stúdentar séu vel kunnugir bókasafni Háskólans og geti haft þess góð not við nám sitt og vísindaiðkanir. GARÐUR hefur því óskað eftir því, að háskólabókavörðurinn, dr. Björn Sigfússon, skrifaði grein um safnið í þetta fyrsta hefti, og mun ritið gera sér far um að fylgjast með öllum málum safnsins og framförum. Enginn báskóli er starfhæfur, nema ]ionum fylgi gott bókasafn, og kröfur til slíkra safna fara óðum vaxandi. Aður en sagt verður, hvar við Islendingar erum á þeim vegi staddir, þarf að gera örlitla grein fyrir bókakosti þeim, sem stúdentar við embættisnám og kennarar þeirra hafa stuðzt við í Rcykjavík. Senn er liðin öld frá stofnun prestaskólans. Hann þurfti bókasafn. Það mun te'ljast stofnað 11. september 1847, því að þann dag var að- fangabók þess löggilt af Rosenörn stiptamtmanni og Helga biskupi Thordersen. Safn prestaskólans eignaðist smátt og smátt fjölda merkra bóka, þar var m. a. hin fræga patrologia eða ritsafn latneskra og grískra miðaldahöfunda, sem gefin var út í Frakklandi á 19. öld og nemur hundruðum stórra binda. Eftir að læknaskóli var stofnaður og íslenzkum læknum tók að fjölga mjög, óx bókaþörf þeirrar stéttar, og sá skóli eignaðist nokkurt safn. Iíúsnæðisskortur olli því, að bókakostur skóianna nýttist verr en skyldi. Það var því stórt spor í átt til þess, að gæti fengizt háskóla-

x

Garður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.