Garður - 01.10.1945, Page 53

Garður - 01.10.1945, Page 53
háskólabókasafnið 51 Bienntun, þegar Landsbókasafnið fékk nýtt hús 1908 og gerðist upp Ur því fræðabókasafn hins íslenzka háskóla, sem varð að veruleika þrem árum síðar. Skólarnir studdu Landsbókasafnið með því að fá því umráð yfir hókum sínum. Allar bækur prestaskóla og læknaskóla fóru þangað, emnig merk bókagjöf frá vestur-íslenzkum lækni 1912 og allmikið af læknatímaritum o. fl. fram undir 1940. Drjúgur hluti af bókasafni lærða skólans rann og þangað, bækur, sem betur þóttu samsvara þörfum háskólaborgara eða lærdómsmanna 'en stúdentsefna. Þrátt fyrir það, að markmið manna, sem þessu réðu, hefði átt að vera að gera Landsbókasafnið að háskólasafni, á svipuðum grundvelli og þjóðbókasafn Norðmanna er, og tryggja Háskóla íslands næga íhlut- un um bókaval þess og notkun, var það ekki gert, og markmiðið gleymdist bókstaflega. Þegar menn vöknuðu við, átti háskólinn ungi ekkert safn. Deildir hans höfðu afhent gamla bókakostinn óviðkomandi stofnun um ótil- tekinn tíma, að sumra dómi án afturköllunarréttar. Slangur af bókum hafði borizt þeim siðan og háskólakennarar haldið þeim ritum saman, svo að vísir að 3—4 starfssöfnum (laboratorium-söfnum) var að skap- ast. Samtímis því sem draumurinn um að reisa háskólahús fór að knýja 4'

x

Garður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.