Garður - 01.10.1945, Qupperneq 54

Garður - 01.10.1945, Qupperneq 54
52 GARÐUR menn til athafna, spratt upp háskólabókasafn það, sem opnað var til notkunar í nýju byggingunni 1. okt. 1940. Frá þeim degi hafa flestir séð, að slíkur skóli án safns væri eins og Hrafna-Flókabúskapur án heyfengs, iðnaður án málma og tréefna, hernaður án vopnabirgða. Þótt bókmenntir safnsins væru lítilfjörlegar, rnunaði miklu, að deildirnar höfðu oft eignazt vel valdar bækur og fylgzt með tímanum hver í sinni grein. Þau fáu þúsund bóka, sem komu þar saman í eitt safn, voru verðmæt og tiltölulega lítið af alveg úreltum bókufn. Hitt er ann- að mál, hvað úrelt er af þeim árið 1950. Þegar menn fengu að vita, að háskólinn mundi eignast safn, tóku honum að berast stórgjafir af bókum. Erfðagjöf Finns Jónssonar var mest og dýrmætust þeirra, sem í fyrstu lotu bárust, um 7500 bindi ís- lenzkra og norrænna fræða. Næst verður að nefna dánargjafir frá Arvid Johansson (málfræði) og séra Sofus Thormodsæter (guðfræði og norræn fræði), báðar geysimiklar. Svo var komið vorið 1941, að safnsbækurnar voru orðnar 31 þús. að tölu. En þar var fyrir utan sérsafn það hið mikla, sem dr. Benedikt Þórarinsson gaf háskóianum fyrir dauða sinn, en hann lézt á höfuðdag 1940. Bindi þess eru ótalin enn og verðmæti þess því síður tölum talið. Þar er meginþorri íslenzkra bóka, ritlinga og blaða frá æviárum Benedikts og allri 19. öld, margt eldri rita, fjöldi ferðabóka á erlendum málum um ísland og Norðurlönd og enn fleira merkilegt. Frá síðustu árum mætti telja ýmsar bókagjafir, og þeirra sérstæðust er dánargjöf Guðmundar V. Kristjánssonar. (6—700 bindi um austur- lenzk fræði og trúspeki). British Council, menningarstofnun kunn, hef- ur gefið rausnarlegar gjafir enskra bóka. Merkar gjafir frá Norðurlönd- um mætti einnig nefna og frá fleiri þjóðum, sem við erum fegnir að auka menntasamband við. Fyrir fjórum árum gerði alþingi prentsmiðjum skylt að senda há- skólasafni eintak af hverri bók og blaði, sem út kemur á íslandi. Fyrir utan bækur Benedikts eru nú í safninu 37 þúsund bindi. Sá maður, sem skipulagt hefur safnið og gert það það, sem það er, prófessor Einar Ólafur Sveinsson, er horfinn frá því og hefur tekið við kennarastóli Sigurðar Nordals í háskólanum. Alhliða greind hans og alúð í störfum láta eftir þær menjar, sem seint fyrnast í Benediktssafni og fleiri deildum Iláskólasafns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Garður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.