Garður - 01.10.1945, Síða 57

Garður - 01.10.1945, Síða 57
HÁSKÓLABÓKASAFNIÐ 55 salsnotkunin numið að meðaltali 8650 bindum árlega. Næstu fjögur ár getur meðalnotkunin með líku framhaldi ekki orðið undir 10 þús. bind- um, en mætti gjarnan verða talsvert meiri. Sjáldan iðrast menn þess bóklestrar, sem þarna er kostur á. Fagrar bækur og fágætar eru margar í Benediktssafni. Úr safni Finns Jónssonar komu einnig bækur, sem eru ekki á hverju strái. Þar er ein eftir Kolbein Grímsson í Lóni undir Jökli, kraftaskáld mikið frá dögum Hallgríms Péturssonar. Kolbeinn var fátækur bóndi, en vann sér til frægðar fleira en eitt, sem gleymist ekki. Um hann orti Stcphan G. Stephansson Kolbeinslag og segir þar á sinn hátt gömlu þjóðsöguna um það, þegar Kolbeinn varð að heyja einvíg við andskotann um sál sína á bjargi háu, sem 'brim skall að. Sá þeirra, sem kvæði hinn í kút- inn, gat hrundið hinum ofan í brimið og átti vald yfir honurn þaðan af. Þeir Iétu fætur hanga fram af og kváðust þannig á, og var óveðurs- nótt sú, sem Kölski valdi, draugaleg með glæringum og fnyk og feikn- um. Af vopnaskiptum geta menn heyrt í Kolbeinslagi Stephans, þótt sumt sé myrkt kveðið þar. Kolbeinn vann að síðustu, djöfull flýði. Að vísu orti Kolbeinn mest rímur, og skal sleppa þeim að sinni, en eftir viðureignina á bjarginu samdi hann bænakver, nokkuð studdur af kunnri lútherskri andaktarbók. Kverið var prentað á Hólum 1682 ásamt sálmum tveggja presta aftan við. Það var auðvitað, að fjandinn yrði fingralengri eftir stefjum Ivolbeins en flestra annarra, enda er komið svo, að ekkert eintak finnst heilt af þessu bænasafni hans nema Háskólasafnsbókin, sem getið var. Á hana vantar fáein blöð af sálmum prestanna, en þrjú þeirra eru til í óheilu eintaki sömu bókar í Lands- bókasafni. Nú er verið að ljósprenta þetta fágæta kver og gefa út (Lithoprent), því að það er sjálfsögð varðveizluskylda auk þess sem marga fýsir að eiga þetta eftir Jöklaraskáldið. Þetta sinn skal ekki haldið lengra að telja fágæti Háskólasafns, því að meginskylda þess og meginstyrkur er á öðrum sviðum. Það er starfssafn. / ’ Ekki get ég við greinargerð þessa skilizt án þess, að lýsa yfir þeirri skoðun, að íslendingum verði ofvaxið til langframa að hafa hið vís- indalega bókasafn höfuðstaðar síns og háskóla klofið í tvennt. Þe'ss vegna hljóta Háskólasafn og Landsbókasafn að renna í eitt og það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Garður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.