Garður - 01.10.1945, Síða 59
Ingólfur Gíslason lœlnir:
Heimferð úr skóla fyrir
fimmtíu árum
Ingólfur Gíslason læknir skrifar hér ferðasögu frá skólaárunum.
Ingólfur A-irðist vera einn Jieirra hamingjusömu manna, sem kímni og
fjör stúdentsáranna lifir í alla ævi. Um [>að ber þessi ferðasaga vott.
I. G. er fyrir löngu kunnur maður í farsælu læknisstarfi. Hann var
lengst læknir í Vopnafirði og í Borgarfirði, en fékk lausn frá emhætli
1941, eftir fjörutíu ára starf. Hann hefur þó gegnt læknisstörfum við
og við síðan hann lét af embætti.
Það var fyrir tæpum fimmtíu árum.
Við vorunt í Menntaskólanum eða Latínuskólanum, eins og hann
mun oftast hafa verið nefndur þá. Níu mánaða skólavist hafði endað
með sæmilegu vorprófi og svo var skólanum sagt upp 30. júní eins og
vant var. Vorið var fyrir löngu komið og grundirnar farriar að gróa
og við vissum, að svo mundi líka vera heima hjá okkur — fyrir riorð-
an — og þangað var hugurinn kominn, en líkaminn átti erfiðari aðstöðu,
því að þá voru ekki komnar neinar samgöngubætur, vegir, brýr eða
slíkt, ekki póstvagnar né bílar og því síður flugvélar. Eina úrræðið
var að reyna að fá sér hest með einhverjum ráðum. Við Steingrímur
Matthíasson frá Akureyri vorum bekkjarbræður og áttum samleið, og
ýmsir aðrir'góðir menn höfðu hug á að vera með. Nú var mikið verk-
efni fyrir höndunt — að búa sig undir þessa átta til níu daga langferð.
En mjög dró það raunar úr þeirri fyrirhöfn, að peninga áttum við litla,
gátum því næstum ekkert keypt og urðum helzt að fara eins og við
stóðum. Einhverja úlpu átti ég frá því er ég fór suður haustinu áður,
og hatturinn minn var ekki of góður í slarkið. Við þekktum hvern
mann í bænum og vorum alltaf að taka ofan, einkum fyrir ungu stúlk-