Garður - 01.10.1945, Blaðsíða 61

Garður - 01.10.1945, Blaðsíða 61
IIEIMFERÐ ÚR SKÓLA FYRIR FIMMTÍU ÁRUM 59' mátti telja í þeim rifin úr 15 metra fjarlægð. Ég átti hnakk, sem mér hafði verið gefinn í fermingargjöf og geymdi ég hann undir rúminu' mínu í Langaloftinu, en Steingrímur hafði gamla hnakkinn hans pabba síns, sem hann notaði, er hann var prestur í Odda. Við hefðum raunar þurft að hafa ofurlítið nesti, því að sómasamlegar dagleiðir reynast langar, þegar maður er illa ríðandi og það var fyrirsjáanlegt, að þessí jörpu skinn mundu ekki þola neina þeysireið. En bæði var nú það að peningana vantaði til kaupanna og svo fannst okkur synd að íþyngja reiðhestunum með hnakktösku. Við slepptum því þeim þætti undir- búningsins og lögðum af stað næsta dag í bezta skapi, þótt við þættumst vita, að ungu stúlkurnar mundu sakna okkar af strætum borgarinnar, en raunar var ekki mikils að sakna, því að þá þótti ekki viðeigandi að ung stúlka og piltur gengu saman á götu, nema þau væru hringtrúlofuð, svo að viðkynningin varð af skornum skammti. Hrossin reyndust mjög viðráðanleg og komust fljótlega upp á það að rölta fót fyrir fót upp Mosfellssveitina og jafnvel að brokka svolítið þar sem hallaði undan fæti, en auðvitað fórum við af baki og teymd- um þau alls staðar þar sem nokkuð vair í fangið, til dæmis upp á Mos- fcllsheiðina, og ef við sáum grænan grastopp var strax stanzað og áð og þessum mögru og svöngu skjólstæðingum okkar leyft að gæða sér' á þessu æti, því að ekki máttu ■„tanngallarnir“ okkar leggja af — við kölluðum hrossin „tanngalla“ eftir fóstra þeirra, þótt tennur þeirra væru í bezta lagi. — Mikið starf var fyrir höndum að bera okkur alla leið norður í Þingeyjarsýslu. Við náðum að Kárastöðum um kvöldið og hafði allt gengið slysalaust. Ilestana fluttum við í haga og ekki vorunx við neitt hræddir um, að þeir mundu strjúka, þeir höfðu annað þarfara að hugsa um. Eins og Gestur sálugi Pálsson komst einhversstaðar að orði, voru- skólapiltar, í gamía daga, skoðaðir sem hálfgerðir höfðingjar, en þó fannst mér ætíð minnst bera á því í Þingvallasveitinni, var ])að máske- af því, að þetta var gamall og frægur þingstaður og sveitin hafði séð glæsilegri guma og betur búna, svo sem Gunnar á Hlíðarenda og Höskuld II vítanesgoða og slíka. Samt var okkur ætíð vel tekið og öll okkar brek umborin með stakri ljúfmennsku. Ég hafði kviðið fyrir því allan daginn að komast úr stígvélunum, en það fór nú betur en áhorfðist, því að Steingrímur hjálpaði mér,.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Garður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.