Garður - 01.10.1945, Side 63

Garður - 01.10.1945, Side 63
HEIMFERÐ ÚR SKÓLA FYRIR FIMMTÍU ÁRUM 61 föður sínum að baki, sem ætíð hressti skólapilta vel, eins og um getur í kvæði Þorsteins Erlingssonar. Daginn eftir var ekki farið af stað fyrr en eftir hád'egi, því að hest- arnir þurftu að hvíla sig vel og lengi og við urðum að borða mikið, því að Arnarvatnsheiði er löng. Svo þurfti ég nú góða stund til að fara í stígvélin, þau voru þröng um mjóalegginn. Ég fann ráð, sem varð að nokkru liði: Það var að bera svolítið af grænsápu aftan á hælinn á sokknum, en samt tók þessi athöfn langan tíma og fyrir kom, að hinir voru búnir með allt það bezta af matnum, þegar ég hafði tíma til að setjast að borði, en jafnan rættist vel úr þessu. Okkur sóttist seint upp með Strútnum. Hitasólskin eins og vera bar fyrstu dagana í júlí, hestarnir latir og líklega með strengjum eftir Kaldadalsferðina daginn áður, og við sjálfir einnig stirðir og sárir, því að við höfðum ekki komið á hestbak í níu mánuði. Svo var vegurinn grýttur og eiginlega lá okkur ekkert á, við mundum aldrei ná háttum norður í Vatnsdal hvort eð var. Hún átti því áreiðanlega ekki við um okkur garnla, snjalla vísan, sem við vorum þó að syngja hástöfum, hún er svona: Lyngs við bing á grænni grund, glingra og syng við stútinn, þvinga ég slyngan hófahund, hringinn í kring um Strútinn. Fyrst og frcmst höfðum við nú enga flöskuna og svo voru hestarnir ekki slyngir, en við sungum vísuna samt og áfram mjökiiðumst við upp hjá Surtshelli og Stefánshelli, en við litum ekki við Surtshelli, við höfðum skoðað hann svo oft áður, en um Stefánshelli vissum við ekki neitt þá. Okkur varð ætíð þungt í sinni, er við fórum um Vopnalág, blóðugt að hugsa til þess, að þessir hraustu og myndarlegu menn, Iíell- ismennirnir, skyldu vera sviknir og drepnir þarna, þeir hafa þó verið karlar í krapinu, Fjögramaki og Valnastakkur og Eiríkur, sem fór hel- særður á handahlaupi alla leið upp á Eiríksjökul. En ekki tjáði að tala eða hugsa um þetta, það varð ekki aftur tekið. Við hristum af okkur þunglyndið með því að syngja aðra vísu, aðallega stóðum við

x

Garður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.