Garður - 01.10.1945, Page 66
64
GARÐUR
svo var hugsanlegt. að íbúar þessarar fögru sveitar móðguðust, ef við
kæmurn ekki við, heldur færum fyrir framan og beint til Eyjafjarðar.
Nú var næst fyrir hendi að kjósa fararstjóra, því að þótt auðvelt væri að
fara stjórnlaust unr sveitir, þar sem alltaf var hægt að spyrja til vegar,
og eins, ef einhver deila kom upp eða málaferli, þá voru hreppstjórar á
hverju strái til að skera úr ágreiningi og dæma mál manna — til þess
kom nú raunar aldrei, en hér var það annað mál — hálfgerðir útilegu-
meiin, sem höfðu fesið allar þjóðsögur Jóns Arnasonar og fleiri, gátu
orðið óstýrilátir uppi á reginfjöllum. Við kusum Pál Bjarnason einum
rómi, því að bæði var hann elztur og svo virtist hann bezt til höfð-
ingja fallinn — dóttursonur Bjarna amtmanns Thorarensen, sem var
göfugasta skáld og kominn af stórmennum. Páll var líka hár vexti,
fríður sýnum og hinn traustasti um allt. Þá var nú formaðurinn feng-
inn, en þegar við fórum að athuga málið nánar, fannst okkur réttara
að kjósa fleiri embættismenn; alltaf gat eitthvað komið fyrir farar-
stjórann, svo að hann yrði ófær til að gegna starfinu, því vissara að
hafa varamann, sem þá gæti tekið við stjórninni. Eggert Claessen gekk
honum næstur að stjórnvizku og skörungskap og var hann því næstum
sjálfkjörinn varaformaður. Læknislaus gat hópurinn ekki verið til lengd-
ar, því að alltaf getur eitthvað komið fvrir hvað heilsuna snertir og ekki
í annað hús að venda að ná til læknis. Steingrímur hafði einhvern tíma
bundið um brotinn fót á hænu á Akureyri, og í Odda gaf hann eitt
sinn lambi laxerolíu við innanþrautum og hafði hvort tveggja farið vel
úr hendi, við kusum hann því sem lækni leiðangursmanna í einu hljóði.
Svo varð eitthvað að sjá fyrir okkar andlegu heill. Þótt það hefði
raunar verið mest í samræmi við kringumstæðurnar að trúa aðeins á
mátt sinn og megin, eins og hraustustu forfeður okkar gerðu, þá gátum
við nú ekki fellt okkur við það, við vorum þó í rauninni ekki annað
en fermdir, kristnir unglingar og í svona næturvolki, langt uppi í
óbyggðum, gat slys eða aðrar ógnir borið að höndum, forynjur og tröll
gátu ráðizt á okkur og jafnvel ekki óhugsanlegt, að drauga yrði vart.
Glámur, sem Grettir glímdi við, var einmitt á þessum slóðum og fleiri
illir andar. Sigurbjörn var Goodtemplar og hafði fengizt við bænalestur
á fundurn þar, gegnt nokkurskonar djáknastöðu, enda var hann maður
vel kristinn og hinn grandvarasti í öllu sínu líferni. Við hinir vorum
bara eins og gengur og gerist, kunnum faðirvor, nokkur vers og svoi