Garður - 01.10.1945, Page 68

Garður - 01.10.1945, Page 68
66 GARÐUR hvergi sandkorn að sjá, en Krákur gnæfði með glettnissvip langt í suðri og sólin skein á Mælifellshnjúk í austri, svo að allt virtist vera í lagi, við hlutum að vera á nokkurn veginn réttri leið. Jarpur minn var orðinn heldur daufur til augnanna og sú jarpa Steingríms hallaði undir flatt og virtist áhyggjufull, höfðuim við orð á því, að hana mundi langa heim á Kjalarnes aftur. Við létum einstöku spaugsyrði falla og farar- stjórarnir voru óþreytandi að telja kjark í liðið. Eg stakk upp á vísu og vísu til söngs, en undirtektir urðu daufar. Að lokum fór svo, að við komum auga á Blöndu skammt fyrir austan okkur. TJrðum við þá næsta glaðir og hrópuðum: þalatta! þalatta! eins og hinir uppgefnu He-llenar forðum, er þeir loks sáu hafið eftir langt og erfitt ferðalag. Við skunduðunr yfir síðasta fenið og frarn á bakkann. Áin var ekki vel álitleg, grámórauð og illúðleg og í töluverðum vexti, en samt fannst okkur sjálfsagt að reyna að komast yfir og halda áfx-am um óbyggðir til Skagafjarðar. Formaðurinn signdi sig og reið út í til að kanna vaðið, en þá tók sti-ax við sandbleyta og straumkast, sem allt ætlaði um koll að keyra, slapp hann, við illan leik, til sarna lands. Hinn kjörni prestur hélt stutta þakkarguðsþjónustu í tilefni af því að farai'stjóri komst óskaddaður úr lífsháskanum. Var nú haldin ráðstefna og sú skynsamlega ákvörðun brátt tekin, að halda niður með Blöndu og gefa sig byggðamönnum á vald. Við héldum því af stað með stefnu á Skagastrandarfjöll og þurrkuðum Mælifellshnjúk út af kortinu, kenndum honum um að við fundum aldrei Stórasand. Nú varð vegurinn skárri og brátt varð vart fjárslóða meðfram ánni, hest- arnir slöguðu af þreytu og við sofnuðum dúr og dúr á hestbaki, ég týndi svipunni minni meðan ég svaf, ekkei’t var sungið og lítið skraf- að. Loks sáunx við efsta bæinn í Blöndudal — það er lítill bæi% að nafni Þröm, komum við þangað nokkru eftir hádegi og höfðum þá verið rúman sólarhring milli bæja. Görnul hjón tóku ljúfmannlega á nxóti okkur. Þau voru nxjög fonxeskjulega búin. Haixxx var í stutt- treyju ixxeð silfurhnöppum og stéli neðst á bakixxu. Tiæyjan var nær- skorin og buxurnar viðeigandi, þær vox-u þröngar, náðu aðeiixs íxiður fyrir kné og reimaðar þar saixxan með bandi íxxeð skúfuxxx á endunum. Konan var í nokkurskonar upphlut. Þau buðu okkur til baðstofu og settunxst við þar á rúmin. Brátt kom ganxla konan með fjögra marka r'kál af snenvolgri nýmjólk, drukkum við úr henni hver af öðruxxx og

x

Garður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.